Míglekt jólalamb

raincloud[1]Hneykslisbylgja fer um bloggheima eftir að ég tók þannig til orða í jólafærslu minni að lambið sem ég lagði mér til munns á aðfangadagskvöld hafi migið í munni.

Hef ég verið húðskammaður hatrammlega fyrir dónaskapinn. Sjálfur presturinn!

Nú síðast var ég beðinn um að skýra þetta í gestabókarfærslu.

Umræður urðu um þetta á síðu bloggvinkonu minnar, Gretu saumakonu. Einn spekingurinn þar telur líklegt að ég hljóti að hafa snætt þvagblöðru lambsins og Viðar Eggertsson setur þessa menningarlegu umræðu í tengsl við áhuga ónefnds bloggara á endaþarmsmökum. (Ég held reyndar að Viðar hljóti að vera að grínast....)

Þegar það er lagt út á versta veg sem sagt er lýsir það kannski ekki síður hug þess sem les eða heyrir en hins sem skrifaði eða sagði.

Samkvæmt orðabókum mígur það í munni sem er lostætt og það ekki er óalgengt í mínu umhverfi að fólk taki þannig til orða. Að míga þýðir ekki bara að hafa þvaglát heldur mígur það líka sem lekur mikið.

Þegar eitthvað mígur í munni er það einfaldlega safaríkt og ekkert ósmekklegt við það - nema maður endilega vilji það.

Mér sýnist á öllu að þeir sem hneykslast á þessu komi einkum af suðvesturhorninu. Þar talar fólk gjarnan um mígandi rigningu.

Ekki mun fólk þó hlandblautt þegar það kemur inn úr slíku veðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta orðalag þekki ég vel. Ég sé hreint ekkert athugavert við það að nota gamalgróin orðatiltæki íslenskrar tungu, jafnvel þó að einhver ungmenni kannist ekki við þau. En það er svo sem engin nýlunda að fólk býsnist yfir því sem það þekkir ekki ...

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 10:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum hjá gömlu fólki hér á Akureyri. Góður punktur með "mígandi rigninguna"

Jónína Dúadóttir, 28.12.2007 kl. 10:36

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ég sem hélt, að þetta hlyti að vera einhver ásláttarvilla hjá þér! Var þetta þá einhver sérvizku-norðlenzka eftir allt saman?

Sendi annars þér og þínum óskir um gott og farsælt nýtt ár, með þökk fyrir mörg góð blogg þín á árinu.

Jón Valur Jensson, 28.12.2007 kl. 10:38

4 Smámynd: Sigurjón

Það er alltaf gaman að læra nýjar merkingar á íslenzku máli.  Hafðu þökk fyrir það og megi komandi ár vera farsælt!

Sigurjón, 28.12.2007 kl. 10:50

5 Smámynd: Viðar Eggertsson

Sæll góði prestur

mér fannst þessi pistill þinn um míglekt lambið, hreint hnossgæti!

Og gat ekki á mér setið við að spauga með það. Það er ekki svo oft sem maður kemst í tæri við svona safaríka myndlíkingu.

Og mikið rétt ég gat ekki á strák mínum setið og mátaði hana við umræðu annars gvuðsmanns um óæðri endann og óvænta brúkunarmöguleika hans, - sem hann hefur verið svo upptekinn af ...

Annars, minn kæri, vertu af gvuði falinn í bráð og lengd,

þess óskar

Viðar Eggertsson, 28.12.2007 kl. 11:41

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 28.12.2007 kl. 12:14

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2007 kl. 12:43

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

 Eimitt það já....tókst einhverjum að hneykslast á þessu. Þetta orðalag þekki ég ágætlega úr æsku minni og er af sama toga og vatn í munni og slef á vanga...ef eitthvað er rosalega gott.

Það verður því miður fátæklegra málið okkar með hverju árinu og margar myndlíkingar eru að hverfa...og fáir skilja þegar maður vogar sér að nota þær.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.12.2007 kl. 12:54

9 identicon

já, las þetta blogg og fannst ekkert athugavert við það..enda alin upp fyrir norðan, þar sem þetta orðatiltæki var mikið notað...

Gleðilega jólahátíð til þín og allra sem koma hér við.

Alva Kristín Ævarsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 13:42

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sæll Svavar,

Ég þóttist reyndar vita hvað átt væri við þegar ég las þessa færslu þína. Ætli stríðnispúkinn hafi ekki hlaupið í mig eins og Viðar; sá púki er búinn að vera á harðaspretti hér um bloggheima fyrir jólin, svo sem merkja hefur mátt á ýmsu fleiru sem skráð hefur verið hér á bloggsíður.

Sögnin að míga og orðasambönd henni tengd; auðvitað er orðið notað um fleira en að kasta af sér vatni, eins og þú réttilega bendir á.

Svo er auðvitað um fleiri orð og orðasambönd. Mér var bent á það um daginn að glæ í glæ-nýr þýðir ekki að eitthvað komi beint úr sjó, eins og ég taldi mig vita, heldur er það notað í slíkum orðasamböndum í merkingunni glansandi. Fram að þessu hló mér ætíð hugur er ég heyrði rætt um glænýja bíla og föt. Ég hef vitkast aðeins síðan, en aðeins eftir að ég hafði orð á þessari bábilju minni við góðan mann, sem leiddi mig í sannleikann í þessu efni. Orð eru til alls fyrst, eins og við vitum...

Eins og ég hef sagt hér áður (ég held meira að segja í þínu bloggi) hættir mér stundum til að taka orð of bókstaflega, - eins og fleirum. Tel sjálf að í mínu tilviki beri þetta vott um myndræna hugsun og frjótt ímyndunarafl (öfugt við hjá bókstafstrúarmönnum) og sé frekar kostur en hitt. Auðvitað getur sá kostur þó stundum leitt mann í gönur. 

Í jólafriði

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.12.2007 kl. 14:14

11 Smámynd: .

Er búin að skemmta mér vel yfir þessari myndlíkingu hjá þér, gallinn er líklega sá að margir fletja svo út mál sitt að svona "forníslenska " er eitthvað sem það ekki þekkir.... og hneysklast því.....

., 28.12.2007 kl. 14:45

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

P.s. Að taka svo til orða, í færslunni minni, að eitthvað sé "verulega ósmekklegt" veist þú mannna best sjálfur hvaðan er ættað!

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.12.2007 kl. 14:46

13 Smámynd: krossgata

 Snilld.  Ég hafði heyrt eða lesið þetta orðatiltæki einhven tíma fyrir löngu, man ekki hvar.  Gaman að sjá frekari útskýringar á því og sjá skondinn misskilninginn.

Gleðilegt ár.

krossgata, 28.12.2007 kl. 16:09

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Alltaf missi ég af fjörinu...

Heiða Þórðar, 28.12.2007 kl. 17:10

15 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ef fólk heldur að þetta sé bara norðlenska er það alls ekki rétt. Heyrði þetta oft í mínu ungdæmi í V-Skaftafelssýslu

Þórir Kjartansson, 28.12.2007 kl. 20:26

16 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef aldrei heyrt þetta áður en taldi mig skilja merkinguna samt. Hinsvegar hnaut ég um það fyrirbæri að prestur mætti ekki slíkt út úr sér láta. Það þótti mér verri endinn á þessu máli öllu. Langt er síðan almúginn hafði presta til slíks hásætis og ég held að enginn hafi áhuga á að hafa það þannig.

Ragnheiður , 28.12.2007 kl. 22:35

17 identicon

Þekki ekki þetta orðalag en þú hlýtur að hafa keypt lambið á austurlamb.is.

þau eru alveg "míglekandi góð".

Gleðilega hátíð.

johanna (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 01:13

18 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

  já séra Svavar ég bað um skýringar á orðatiltæki sem þú notar í jólafærslu  þinni  og notar til að lýsa gæðunum á jólamatnum þínum og mér finnst heldur ógeðfelld(og er ekki ein um það)þú vilt meina að það sé aðallega fólk að suðvestur horninu sem gerir athugasemd við þetta orðalag .En það vill svo til að ég er ættuð úr Fljótunum (í föðurætt)og gekk auk þess í skóla á  Siglufirði,  Hann pabbi minn kunni mikið af orðatiltækjum,og þótti nú ekki tala neitt barnamál,oft spurðum við hann systkinin sex hvað eitt eða annað þýddi sem sagði.En ekkert okkar kannast við þetta   ,.svo á ég dóttur búsetta á Akureyri og vinnur hún á skrifstofu hjá kjövimmsluf. þar í bæ en hún kannast ekki við að hafa heyrt þetta orðalag'.'Í sama bloggi geri ég líka athugasemd við skrif séra Baldurs Kristjánssonar,þó nokkuð að öðrum toga sé ,og ég endurtek ,,mér finnst að prestar eigi að vera til fyrirmyndar í ræðu,riti,orði og verki. Með kveðju Svanfríður

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 01:58

19 identicon

Sæll Svavar og gleðilega hátíð!

Það er alltaf jafn líflegt í kringum þig.  Mig langaði að leggja þér lið í að slá á viðkvæmni sumra og tengja það við íslenskt málfar og líf. 

Hvort þessi merking "migu" er bundið við svæðið er ég ekki viss um, en hér í nágrenni okkar, í austanverðum Múla er Mígindisfoss og svæðið umhverfis hann kallað Mígindi.  Ég tel nú að þessi örnefni dragi ekki nöfn sín af hlandi eða þvagi, líklega frekar af vatni sem lekur, seytlar úr hlíðum fjallsins eða bunar fram af berginu í "foss" (sem e.t.v. má segja að Múlinn kasti af sér ).  Fossin það vatnslítill stundum að hann fer ekki alltaf niður í sjó, þegar blæs af hafi (uppstreymi við sjávarbergið).

Gott og farsælt nýtt ár. bj.

bj. (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 13:42

20 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Burtséð frá öllum migu- og hlandpælingum er það rétt hjá Svanfríði að prestar eiga að vera "öðrum til fyrirmyndar og styrktar í sannri trú og grandvöru líferni" samkvæmt vígsluheiti okkar.

Misvel tekst okkur sjálfsagt að uppfylla það og völdum ábyggilega mörgum sárum vonbrigðum.

Svavar Alfreð Jónsson, 29.12.2007 kl. 17:49

21 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Hafði gaman af þessari líkingu þegar ég las bloggið þitt, og sagði við konu mína að ég yrði illa svikinn ef þú ættir ekki eftir að fá nokkrar athugasemdir fyrir þessa færslu, sem síðan hefur komið á daginn.

 Á ættir að rekja í Eyjafjörðinn og einnig á Austurlandið og kannast vel við þetta orð um eitthvað sem er verulega gott.

 Flestir sem hafa tjáð sig virðast þó hafa reynt að skilja þetta á annann veg en lambið hafi migið upp í þér.

Nema þessi Fljóta og Siglufjarðarkona.Þrátt fyrir útskýringar fær hún ekki séð annað, en ef talað er um migu eða míganda, þá komi ekkert til greina nema hland.  

Ég hef tilhneigingu til að líta á presta eins hverja aðra samferðamenn okkar,og held að ég geti ekki ætlast til þess að þeir séu neitt betri en ég (mér finnst ég góður) aftur á móti eru þeir undir meiri smásjá en ég og þurfa þess vegna sjálfs síns vegna að gæta sín betur.Með kveðju og ósk um gott farsælt ár,og fleiri myndlíkingum sem menn almennt skilja ekki í dag, þar sem orðaforða manna fer hnignandi ár frá ári.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 29.12.2007 kl. 20:49

22 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

 

   Takk fyrir að svara mér séra Svavar, þá er ég búin að fá staðfestingu á því sem ég var að reyna að fá ykkur séra Baldur til að koma fram með . Ég taldi mig vita að samkvæmt vígsluheiti ykkar kemur fram að vera öðrum til fyrirmyndar í ræðu, riti og styrktar í sannri trú og líferni.

Rödd hins eilifa verður aldrei endurbætt í hreinskrift. Sagði Þórbergur Þórðarson                         

                   Með vinsemd SVANFRÍÐUR

 

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 21:26

23 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

 

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 22:04

24 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Þá er ég búin að fá staðfestingu á því sem ég var að reyna að fá ykkur séra Baldur til að koma fram með. Ég taldi mig vita að samkvæmt ,,vígsluheiti "ykkar kemur fram að vera öðrum til fyrirmyndar í ræðu,riti og til styrktar í sannri trú og líferni.

Rödd hins eilífa verður aldrei endurbætt í hreinskrift. Sagði Þórbergur Þórðarson

  Hafðu þökk fyrir að svara mér. Gleðilegt nýtt ár !    S.G.G

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 29.12.2007 kl. 22:39

25 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki hefur stríðni hvarflað að mér við mígandi lamb í munni:

Fannst sóknarprestinum sígandi

siðferðisvitund og hnígandi

Er hann Guðslamb sá

hann færði sig frá

því í munni hann taldi það mígandi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.12.2007 kl. 14:48

26 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri svavar !

Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár

Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.

Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.

AlheimsKærleikur til þín

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband