Menntasmiðja kvenna

menntasmidjaMenntasmiðja kvenna á Akureyri hefur verið í fréttum. Eftir því sem mér skilst er verið að gera breytingar á rekstri og fyrirkomulagi smiðjunnar. Ég sá haft eftir forsvarskonum hennar að þær hefðu áhyggjur af framtíð þessarar mikilvægu fræðslustofnunar.

Ekki treysti ég mér til að leggja mat á fyrirhugaðar breytingar á Menntasmiðju kvenna en ég veit að starf hennar hefur reynst mörgum konum alveg ómetanlegt. Ekki síst þeim konum sem upplifa straumhvörf í lífi sínu.

Menntun er marghliða þarfatól. Við menntum okkur ekki bara til að vita meira. Menntun víkkar sjóndeildarhringinn, opnar glugga svo að við sjáum í nýjar áttir og dyr svo að við göngum á vit nýrra vídda.

Menntun hefur líka þerapeutíska verkan. Hún eflir sjálfstraustið, skýrir sjálfsmyndina, kennir manni að nýta kosti sína og hjálpar manni að takast á við gallana.

Á netinu er Menntasmiðja kvenna nú að finna undir Menntasmiðjunni á Akureyri, til hliðar við Menntasmiðju unga fólksins.

Full þörf er á að stofna Menntasmiðju karla líka.

Menntasmiðja kvenna hefur verið rekin af metnaði og hugsjónakrafti. Ég vona að hún fái áfram að blómstra á þeim forsendum.

Myndin er tekin af ofangreindri heimasíðu Menntasmiðjunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru engar ætlanir að leggja Menntasmiðju kvenna niður, þvert á móti. Ef eitthvað er þá verður bætt í.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 09:02

2 Smámynd: Ingimar Eydal

Ætli sé ekki lagi með þennan Ólaf, hér að ofan....??

Jæja, það var nú ekki erindið, bara að benda á að myndin tengist ekki Menntasmiðju kvenna á nokkurn hátt.  Myndin er af Önnu Richards þar sem hún fer fyrir hópi barna sem voru hjá henni í nokkurs konar listasmiðju sumarið 2005 minnir mig.  Þær voru með þennan flotta gjörning þar sem Anna gekk frá Akureyrarkirkju  og niður að Torfunesbryggju með nokkur hundruð metra langt brúðarslör sem brúðarmeyjarnar aðstoðuðu hana við, þegar hún kom að höfninni, stakk hún sér að sjálfsöðgu til sunds og ekki man ég nú hvernig æfintýrið endaði en allt fór þetta fram undir undirspili hljóðfæraleikara. Þetta var partur af Akureyrarvöku það sumarið og var mjög skemmtilegt.

Burtséð frá því hefur Menntasmiðjan unnið þarft og gott starf þótt ég taki ekki afstöðu til fyrirhugaðra breytinga á starfseminni.

Ingimar Eydal, 3.3.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband