Jónsmessusólin

Undanfarið hefur diskurinn Home með The Corrs verið í spilaranum á Volvó mínum og ég er með lagið Buachaill ón Éirne gjörsamlega á heilanum.

Gelíska er annarleg tunga sem ég skil ekki baun í en mér finnst hún fallegt söngmál.

Smám saman hefur orðið til örlítið kvæði við þetta lag. Það er svona:

 

Jónsmessusólin í hæðunum hörund mitt þvær

og hamingjusprotanum brosandi á lífríkið slær,

úr ljósárafjarlægð hún hittir í mosanum maur.

Þú, maríuerla, ert drottning á girðingarstaur.

 

Sýp ég á víni hins áfenga angandi lyngs,

með augunum drekk ég af staupi míns sjóndeildarhrings.

Á netinu könguló spinnur sitt blíðviðrisblogg

en bragsmiðsins vorboðinn ljúfi er ybbandi gogg.

 

Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan.

 

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott ljóð hjá þér!!

alva (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Sveinn Arnar Sæmundsson

Sæll!

Hef einmitt verið að hlusta mikið á gelíska tónlist og hún hrífur mig töluvert. Þetta er náttúrulega frábært lag og vel við hæfi að skella þessu góða kvæði við. Kveðja úr blíðunni hér syðra..

Sveinn Arnar Sæmundsson, 26.6.2008 kl. 15:04

3 identicon

Fallegt lag og ljóðið alveg frábært. Mér tókst að syngja það með í fyrstu tilraun.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 18:53

4 Smámynd: Freyja

Mjög fallegt lag og gelískan hljómar vel þótt ég skilji ekki baun. Söng með og textinn þinn fellur að laginu eins og flís í rass! Það rofaði til í mínum ofnæmishaus og það gleður! Takk!

Freyja, 26.6.2008 kl. 21:08

5 Smámynd: Aida.

Aida., 27.6.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband