Byssur og bænir

byssa.jpgHræddir menn beita ofbeldi.

Menn eru ekki sammála um hvort ofbeldisverkum fari fjölgandi en er ekki ofbeldið í fjölmiðlum alltaf að versna?

Verða lýsingarnar á fólskunni ekki sífellt nákvæmari og myndirnar blóðugri?

Og við verðum hræddari og hræddari.

Kvikmyndaleikstjórinn Michael Moore segir í myndinni Bowling for Columbine að óttinn sé ein ástæða mikillar byssueignar og ofbeldis í Bandaríkjunum.

Það sé nauðsynlegt fyrir byssuframleiðendur að viðhalda ákveðnu óttastigi í samfélaginu. Bandaríkjamenn eigi byssur af því að þeir séu skelfingu lostnir.

Byssan er býsna skilvirkt tæki til að koma því til leiðar sem maður ætlar sér.

Byssan virðist hentugra verkfæri til slíks en bænin.

Í Bandaríkjunum sofa menn gjarnan með byssu nálægt sér.

Ef til vill er byssan að taka sess kvöldbænarinnar?

Mamman við barnið:

"Nú þurfum við ekki lengur að fara með bænir fyrir svefninn, því mamma hefur byssu undir koddanum og skýtur alla ljótu kallana."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Stefánsson

Fyrst las ég út úr þessu einhverjar vísbendingar eða ásakanir um að trúlausir væru ofbeldishneigðari heldur en trúaðir. Svo hristi ég hausinn; varla færi nokkur maður að halda því fram. Svo las ég þetta aftur og sá að þú ert heldur ekkert að halda þessu fram né gefa það skyn. Enda dæmið sem þú tekur, Bandaríkin, einmitt þannig að þar er trúin mest og byssuglæpir flestir (ef ekki í öllum heiminum þá a.m.k. meðal Vestrænna ríkja).

Jón Stefánsson, 27.6.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Kannski ekki að undra að sonur minn hafi spurt, þegar ég sagði honum að amma vinar hans hefði dáið: "hver drap hana?"

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Það er þá þversögn að segja að einhver sé "byssuglaður" því gleðin víkur fyrir óttanum.
Kem sjálfri mér á framfæri og bendi á mína færslu um byssuskrekkinn.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 27.6.2008 kl. 17:27

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka þér fyrir ábendinguna, Ólöf Ingibjörg!

Svavar Alfreð Jónsson, 27.6.2008 kl. 17:55

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hræðslan er einnig vopn fyrir ráðamenn.

ég var að koma frá usa í gær, var þar líka í oktober og það sem sló mig var þetta falska öryggi sem maður er minntur á allsstaðar, óttinn við terror, óttin við óttan !

vakti mig til umhugsunar um hvernig fjármálum er háttað, og hvað veldur !

mjög áhugavert.

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 19:22

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki veitir nú af að skjóta alla vondu kallana!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.6.2008 kl. 00:16

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þáttur fjölmiðla í óttavæðingunni er óumdeildur. Ótti selur. Því nákvæmar sem voðaverkum er lýst, því meiri ótti, því betri sala á óttatengdum varningi svo sem byssum og að sjálfsögðu frekari fréttum af voðaverkunum og svo videre. Endalaus hringrás, sem því miður virðist orðin hluti af samfélaginu. Kaninn á náttúrulega metið í þessu rugli, enda illa menntaður og telur að allt sem sýnt er í sjónvarpi sé heilagur sannleikur. Ömurlegt að horfa uppá amríkanaseringuna sem nú tröllríður hérlendum fjölmiðlum, þar sem allt er sagt ávallt best.

Halldór Egill Guðnason, 28.6.2008 kl. 00:51

8 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Það þarf ekki að fara til Ameríku til að upplifa óttann, venjulegt fólk fer varla niður í miðbæ Reykjavíkur á kvöldin nema læsa bílhurðum, ef það þorir þá að fara þangað. Þó hér séu fáar byssur þá er það bara eitthvað annað sem notað er í staðinn.

Marta Gunnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 01:25

9 Smámynd: Brattur

Svo eru menn að tala um það í fullri alvöru á Íslandi í dag og lögreglan vopnist rafbyssum... fyrir mér er það nánast sami hluturinn og "venjuleg" byssa... ég ætla að vona að af því verði aldrei... ásýnd Íslands mun breytast við það og ótti og óöryggi aukast í samfélaginu...

Brattur, 29.6.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband