Myndablogg úr Brekkuskógi

Nú er ég á lokasprettinum í fyrri hluta sumarfrísins - treina mér eitthvað þangað til í haust - en í tilefni af því birti ég hér nokkrar myndir frá dögunum góðu sem við áttum í Brekkuskógi fyrr í sumar.
DSCN3866
Mía mín hafði með sér Daníelu vinkonu sína. Það var ægilega gaman að vera með þeim. Þeim prinsessunum fannst voða gott að fara í pottinn. Svo voru þær frábærar bæði í skrabbli og trivíal. Og drjúgar í snakkinu.
DSCN3868
Eitt kvöldið sá ég að tunglið var komið ofan í runnana. Það minnti mig á bók eftir franska guðfræðinginn Pierre Teilhard de Chardin sem sá einu sinni það sama úti í Frakklandi þegar hann var strákur. Þá ætlaði hann að grípa tunglið því hann hélt að það væri ferskja. En ferskjur vaxa ekki í Árnessýslu. Eða hvað?
DSCN3879
Eitt af mörgu góðu við Brekkuskóg eru gönguleiðirnar. Til dæmis niður eftir Brúará. Hún er hrein dásemd. Gróður, klappir og vatn í allskonar myndum.
DSCN3887
Ég er nú ósköp vitlaus í grasafræði en ég held að þetta sé hvönn. Einu sinni smakkaði ég hvannarótarbrennivín og það var eins og að drekka furunálafreyðibað. Þetta er nægjusöm hvönn. Vex bara upp úr klöppinni.
DSCN3894
Skessukatlar heita að mig minnir þessi listaverk sem vatnið mótar í klettinn með því að nudda ofan í hann grjótinu.
DSCN3905
Á Hornströndum og Skaga geta gönguhópar átt von á því að mæta ísbjörnum á ferðum sínum (þjóðráð að hafa alltaf einn seinfæran með í hópnum) en varla er von á slíkum skepnum suður við Brúará. Þar varð á hinn bóginn þessi hlébarði á vegi mínum. Hann reyndist mesta meinleysisgrey.
DSCN3906
Nei, þetta er ekki Harrison Ford í nýju Indíanadjóns-myndinni. Þetta er Gunni Gísla, fræðslustjóri okkar Akureyringa, við Hlaupatungufoss í Brúará. Kallinn er nýorðinn fimmtugur og sprækur eins og lækur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fallegar myndir! þú ert alveg kostulegur í þessu með hvönnina..jahérna..

Óskar Arnórsson, 12.8.2008 kl. 05:58

2 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Frábærar myndir. Ég neyðist þó til að leiðrétta eitt varðandi færsluna; skv. þeirri jarðfræði sem ég lærði í MR eru skessukatlar mun stærri og myndast á árbotnum þegar stórir steinar í iðum, gjarnan undir fossum, bora sig djúpt niður og mynda keilulaga hyli. Vonandi hef ég þó ekki rangt fyrir mér...

Kristján Hrannar Pálsson, 13.8.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband