Kjötsvimi og spaðmolla

kalkuniJólin eru að klárast og þrátt fyrir kreppu og þrengingar bættust illa þokkuð aukakíló á þjóðina.

Ég brá út af venjunni og eldaði kalkúna á aðfangadagskvöld (sjá mynd). Jólalærið fékk ég hjá tengdó á gamlárskvöld. Það sveik ekki og meig í munni (svo ég noti umdeilt orðalag).

Í Svarfaðardal nefna menn eftirköst ofáts kjötsvima.

Spaðmolla er annað heiti á sama fyrirbæri.

Í dag heyrði ég ágæta sögu af presti sem þjónaði hér út með firði.

Hann hafði verið að ferma og var í veislum ásamt fylgdarmanni. Fóru þeir ríðandi um sóknina.

Miklar kræsingar voru í boði, ótrúlegt úrval af tertum, kökum og heitu súkkulaði með rjóma.

Eftir nokkrar veislur var prestur orðinn harla saddur en margar vitjanir eftir.

Brá hann á það ráð að stíga af baki á milli bæja og velta sér.

Þá jafnaðist þetta í honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður.  Gleðilegt nýtt ár. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fallegur litur á fuglinum góða.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2009 kl. 20:34

3 identicon

Góður pistill hjá þér Svavar, en þvi betur hef ég aldrei fengið kjötsvima ég vorkenni fólki sem er afvelta að ofáti ,borða minna og lífa góðu lífi. Mín ætt er ekki fræg fyrir íhaldsemi hvað mat varðar ha,ha,ha en breittir tímar. Gleðilegt ár snillingur.

Bögga (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég borða ekki meira um jólin en á öðrum tímum. Ekkert er ógeðslegra en ofát. Ekki einu sinni ofdrykkja.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.1.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Góður Svavar en er ekki bannað að birta svona myndir þegar hálf þjóðin er komin í kröftugt aðhald - allavega siðlaust - og ókristilegt. Freistingar freistingar...Gleðilegt nýtt ár og by the way eitt af markmiðunum mínum er að komast í messu til þín á árinu. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 6.1.2009 kl. 23:29

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kalkúnn er hitaeiningafátækur Kolbrún.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2009 kl. 12:58

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Heimir og gleðilegt nýtt ár. Já þetta er rétt hjá þér en hann er ekki á mínu borði og að sjá svona girnilegan mat æsir upp í manni hungrið og þá  er voðinn vís. Annars var ég nú mest að hæla Svavari með þessu kommenti en ekki að uppljóstra fávisku minni. Þjálfarinn minn mælir með fuglakjöti og því reikna ég með að þó Svavar sé kominn með spaðmollu og kjötsvima þá er ég ekki að halda að hann hafi bætt svo miklu á sig af aukakílóum. Nú ef svo er þá er bara að skella sér í ræktina ekki satt. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.1.2009 kl. 18:08

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sæl Kolbrún og gleðilegt nýtt og glæsilegt ár!

Það er hægt að fara í ræktina og skipuleggja herjarinnar aðgerðir til að ná af sér nokkrum kílóum og ekkert nema gott um það að segja. Ég hef borðað mikið undanfarnar vikur en léttist og léttist.

Ég borða fuglakjöt, fisk, ávexti og grænmeti. Sleppi brauði og öðrum hveitivörum.

Annars á ég ekki að misnota síðu prestsins til að boða trú á hollar neysluvenjur;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2009 kl. 19:06

9 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir góðar óskir Heimir, árið leggst vel í mig þó blikur séu á lofti enda var ég orðin þeirrar skoðunar að þessi glamur og peningadýrkun væri komin í öngstræti og bilið á milli venjulegs fólks og þotuliðsins allt of mikið. Tökum bara skellinn, hann hlaut að koma. Ég held að prestinum sé sama þó þú boðir góða siði og gefir heilræði á meðan þú gengur ekki of langt. Hann er svo sómakær presturinn. Ég get ekki sleppt brauðinu og dett alltaf í það og mjólkurþambið þegar ég kem heim eftir vinnu og alla kvöldvökuna... ekki von á góðu.  Eigðu góða daga kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.1.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband