Svona fólk er til

halfsidur_dagskra5[1]Stundum heyrist að helst ekki megi hrósa fólki fyrir að vinna störf sín vel.

Það sé bara að vinna vinnuna sína.

Störfum má sinna með mörgum hætti og ef til vill má segja að ekki eigi að vera sérstaklega þakkarvert að fólk ræki skyldur sínar og geri það sem það fær borgað fyrir.

Heimahlynning er þjónusta sem "veitir einstaklingum með lífsógnandi og/eða langvinna sjúkdóma og þeim sem eru í erfiðri meðferð sérhæfða hjúkrunar- og læknismeðferð á heimilum þeirra" eins og segir á heimasíðu Heimahlynningar.

Nýlega var ég í húsi þar sem fólk hafði notið þjónustu hjúkrunarfræðinga Heimahlynningar á Akureyri. Fólkið átti ekki til orð um gæði þjónustunnar. Það hafði aldrei kynnst öðru eins.

Bæði voru störf hjúkrunarfræðinganna óaðfinnanleg og ekki var viðmót þeirra síðra. Frá þeim streymdi birta, kraftur og gæska. Einn aðstandenda sagði:

"Ég vissi ekki að svona fólk væri til."

Það er ekki í fyrsta skipti sem ég heyri hjúkrunarfræðinga í Heimahlynningu á Akureyri fá þau ummæli.

Svona fólk er víða til. Flest af því vinnur störf sín í kyrrþey og kærir sig ekki um að vera í sviðsljósinu en þjóðin hefur gott af því að vita að það er til staðar.

("Mér finnst gaman að vera góður," segir Agnar Ingi í 3. bekk Lundarskóla)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann segja að ekki megi hrósa fólki fyrir að vinna vinnuna sína vel. Það er reyndar mjög algengt hjá þér að færslurnar þínar fjalla um fólk með einstaklega furðulegar skoðanir sem ég heyri aldrei í daglega lífinu. Ég held að þú ættir að gera sjálfum þér greiða og byrja að umgangast almennilegt fólk.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:13

2 identicon

~6000 milljónir fara í þig og þitt batterí, þessir peningar gætu gert gagn með því að fara til gamla fólksins og til sjúkra og fátækra.... í stað þess að byggja hallir fyrir þig og þína stétt.
Sússi er sammála mér en ekki þér

DoctorE (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:31

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Óli Gneisti, ég umgengst kannski ekki sama almennilega fólkið og þú, en ég trúi nú ekki öðru en að þú hafir heyrt menn efast um réttmæti þess að hrósa mönnum fyrir að vinna vinnuna sína t. d. í tengslum við veitingar á fálkaorðunni.

Svavar Alfreð Jónsson, 28.1.2009 kl. 14:08

4 identicon

Mér finnst ekki sambærilegt að hrósa fólki fyrir að vinna vinnuna sína vel og að veita því fálkaorðuna.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:25

5 identicon

Og er kjölfestan í íslensku atvinnulífi Svavar.  Takk fyrir jákvæða færslu í neikvæðu fréttaflóði sem ég játa að hefur neikvæð áhrif á mig sem og aðra að mér sýnist. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:21

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikil er beiskja þín Óli Gneisti og eitthvað er DoctorE önugur líka svo ég sendi ykkur báðum hlýjar hugsanir. Hrós er vanmetin auðlind og ódýrt geðlyf. Færslan þín Sævar er afar notaleg og uppbyggjandi og það er aldrei of mikið af slíku. Heimahlynning er afskaplega dýrmæt þjónusta og getur gjörbreytt lífsgæðum hjá mikið veiku fólki, þökk sé þeim sem hófu þá þjónustu á sínum tíma.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2009 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband