Bloggher Egils Helgasonar

ehOft les ég bloggið hjá Agli Helga.

Þeir fyrir sunnan fullyrða að hann sé einn áhrifamesti maður á Íslandi og hafi lengi verið.

Samkvæmt því ber hann sína ábyrgð á hruninu mikla og ef við förum eftir formúlunni ætti hann að leggja stund á nýuppgötvaða þjóðaríþrótt og axla ábyrgð.

Mér fyndist samt verra ef hann axlaði hana með því að segja af sér. Fyrir kemur að Egill hitti naglann á höfuðið.

Þau skipti gera meira en að jafna út vindhöggin.

Egill hefur heilan bloggher sér til fulltingis. Í september vakti þessi aðgerð Egils og blogghersins athygli mína.

Rúmum mánuði áður en allt fór hér á hvínandi hausinn voru þeir á fullu við að færa Reykjavíkurflugvöll út úr höfuðborginni.

Reykjavík sárvantaði pláss fyrir fleiri lúxusvillur, skrifstofur og verslanir.

Áðan las ég þessa færslu um Kaupþing hjá Agli.

"Uggvekjandi tölur," eins og það er orðað.

Bloggherinn lýsir samstundis yfir stríði og kunngjörir blóðuga byltingu.

Æsingurinn þróast uns sá skynsami maður, Vilhjálmur Þorsteinsson, bendir á að ef til vill sé ástandið ekki algjörlega vonlaust. Hann skrifar:

Enn er stærðfræðin að stríða mönnum. Dæmið er tiltölulega einfalt, eins og fram kemur ef menn lesa frétt mbl.is og skýrslu skilanefndarinnar. Skuldir gamla Kaupþings standa í 2.432 milljörðum, en eignir eftir afskriftir og endurmat eru metnar 618 milljarðar. Það tapast því rúmir 1.800 milljarðar. En eignirnar duga fyrir forgangskröfum (innlánum/Edge) og því lendir ekkert af tapinu beint á ríkinu eða almenningi, heldur einungis á lánardrottnum bankans (og hluthöfum, vitaskuld).

Þetta slær ekkert á vígahug blogghersins. Blóð heldur áfram að leka af næstu færslu. Vilhjálmur er húðskammaður fyrir leiðréttinguna. Hann svarar:

Já, það er undarlegt með suma - þeir virðast fá eitthvað út úr því að halda að þeir séu rændari en þeir eru.

Fórnarlambablæti er svo efni í alveg sérstaka færslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bloggherinn hjá Agli tekur ekki rökum og ekki því sem ætla mætt að væri sannleikanum samkvæmt. Það er böðlast áfram og ákveðnir menn og fyrirtæki ötuð auri. Mér hugnast ekki þessi leikur og er nánast hætt að fara inn á síðuna hjá honum.var að blogga það um tíma í haust, var bar ötuð auri af blogghernum ef ég féll ekki í kramið. Eins er með Silfrið, ég horfi helst ekki á það beint, en kíki á valda kafla ef mér lístá viðmælendur

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 01:17

2 identicon

Svavar.

Orðstír Íslands var mjög góður erlendis fyrir bankahrunið. Hann er í rúst núna og sumir hafa bara engan húmor fyrir því eða kreppum yfirleitt.

Skuldir og eignir bankanna er nokkuð sem kemur landsmönnum við - og sérstaklega ef okkur er ætlað að greiða skuldirnar þá viljum vita hvernig þær eru tilkomnar.

Stjórnvöld og fjölmiðlar skulda okkur útskýringar á því hvernig skilanefndirnar komast að niðurstöðu sinni - en svo virðist sem aðeins erlendum kröfuhöfum sé boðið á fundi þeirra.

Okkur er ætlað að giska á hvað sé rétt og hvað sé rangt.

TH (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 11:04

3 identicon

Mér sýnist að hann Vilhjálmur Þorsteinsson fari nokkuð rétt með sitt mál.  Er þetta eindreginn vilji hjá fólki að taka ekki mark á rökum?  TH?

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:12

4 identicon

Ég veit ekki með þennan bloggher.

Það er ekki eins og þetta fólk sé sammála um eitt eða neitt.

Frekar að það sé að rífast eins og hundar og kettir.

Egill (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 13:23

5 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þakka góð orð og stuðning, Svavar.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 7.2.2009 kl. 16:54

6 identicon

Sæl Júlía.

Ég kalla það ekki endilega rök að útskýra niðurstöðu skilanefndar fyrir þeim sem klóra sér í kollinum yfir henni - ég skil hana reyndar ekki enn þá.

Ég geld varhug við þessum reikniæfingum skilanefndanna. Þær byggjast á neyðarlögum sem samræmast ekki gjaldþrotalög og mismuna kröfuhöfum. Hætta er á stjórnvöld hafi með aðferðafræði sinni yfirtekið allar skuldbindingar gömlu bankanna. Erlendir lánardrottnar munu án efa láta sverfa til stáls gagnvart eigandanum- okkur!

Skuldir og eignir hverfa/afskrifast nefnilega bara við eiginlegt gjaldþrot.

Ég veit enn fremru ekki hversu mikið vinarbragð þetta var hjá Svavari gagnvart Vilhjálmi að hæðast að þeim vilja skilja hvað gerðist í bönkunum. Kannski bara að vera fyndinn á kostnað annarra svona almennt.

En ef menn vilja láta matreiða ofan i sig upplýsingar (lygi) líkt og gert hefur verið s.l. tíu til fimmtán ár þá verða menn bara að eiga það við sig.

TH (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:16

7 identicon

Já já. Sá sem er ekki frægur þarf að hrópa var einhvern tíma sagt. Ég held að við við höfum þörf fyrir allar skoðanir. Ekki bara núna heldur alltaf. Egill er fyrir minn smekk þokkalega frábær náungi. Og skoðum vinnuna á bak við þættina hans tvo.

Hann kallar á álit fólksins. Sem er gott. En er auðvitað eins og ég og þú manneskja...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 21:14

8 identicon

Egill er ekki rassgat áhrifamikill eða neitt þannig.  Kommon.  En það er ágætis leikrit hjá mörgum fjölmiðlamanninum að láta líta þannig út.  Hér fyrir sunnan er mjög mikið hlegið í bakið á Agli.  Hann er bara vitleysingur á strigaskóm.

Friðjón (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 00:16

9 identicon

Ég fór í það að skoða þessi mál sem þú ræðir um í þinni grein.

Ekki hef ég áhuga á því að flokkast undir það að vera pirraður "hundur eða köttur" eins og Vilhjálmur talar um hér ofar.

Fyrst vakti nú athygli mína í "september-aðgerð" Egils og blogghersins;

Orð Hlyns Hallssonar um "stjórnendur Akureyrarbæjar" og hugmyndir Hlyns um flugvöllinn í Reykjavík.   Mér virðist á flestu að Hlynur sé nánast að verða þingmaður VG, slíkur er fögnuður hans í "byltingunni".  Hvar ætlar hann að ná í peninga fyrir öllu því sem hann "leggur til", svo "hann komist" á þægilegan hátt til "Berlín og London" og vitanlega vill hann líka geta komist beint frá Akureyri til Kaupmannahafnar.  Á meðan ég "pikka" þessar línur hlusta ég á viðtal við "félaga Ögmund" (það er að segja félaga Hlyns) í Sprengisandi.  Þar talar félagi Ögmundur um að "lækka þurfi laun" og virðist vera að sannfærast um að "Heilbrigðiskerfið" sé nú sennilega ekki eins auðvelt viðfangs í "stjórn" og það er í "stjórnarandstöðu", svo varla fær Hlynur "aura" í sín verkefni frá "félaga Ögmundi" ef svo færi að báðir kæmust á þing í vor.

Það næsta sem ég skoðaði var auðvitað ábending Vilhjálms Þorsteinssonar um þessa 1.800 milljarða.  Ég verð nú að viðurkenna fyrir alþjóð að sú skýring dugir ekki "mínum einfalda heila".  Ef "Ríkið" hefur c.a. 350 milljarða í tekjur á ári, þá eru 1.800 milljarðar "hrikaleg upphæð" og nú þegar hefur "Ríkið" og þar með "fólkið í landinu" tekið á sig hluta af þessari upphæð vegna Seðlabanka Íslands, ef ég hef skilning á þessu og smá glóru í mínum kolli.  Það er ekkert undarlegt við það að almenningur í þessu landi vilji fá "nákvæmar útskýringar" á þessum 1.800 milljörðum.

Ég leyfi mér að vitna í orð Bjarna Benediktssonar sem nú gefur kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins;  ......Það er kominn tími til að pólitíkusar og almenningur í landinu geri sér grein fyrir "hversu alvarlega staða" okkar er í raun, ég er ekki viss um að menn geri sér fullkomlega grein fyrir því, (kannski ekki 100% rétt orðalag Bjarna en meiningin sú sama).

Mér finnst Bjarni vera einn af örfáum þingmönnum sem gera sér í raun grein fyrir vanda þjóðarinnar og "er ennþá á jörðinni".  Ég vil þó taka það fram að ég vel menn en ekki flokka á þing. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 12:12

10 identicon

Smá viðbót við grein mína;

Væri "hugsanlega" besta lausnin útúr þessum þrengingum að fara útí "seðlaprentun", svona álíka gáfulega og "verðtrygging" er. 

Það væri enn ein "bólan", sem springur á endanum með ennþá "hroðalegri" afleiðingum en við upplifum nú.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 13:12

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Háir stýrivextir seðlabankans eru að virka.

Háir vextir eru að draga þrek úr fjölskyldum og framleiðslufyrirtækjum í landinu. Pasted_Data_0798

Framleiðslufyrirtækin stefna í gjaldþrot.

Útflutningur íslenskra afurða minnkar.

Gjaldeyristekjur minnka þegar útflutningur minnkar.

Íslendingar geta ekki greitt niður erlendar skuldir ef þeir afla ekki gjaldeyristekna.

Ísland verður gjaldþrota.

Þetta er í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar.

488807A Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið til landsins og undirbúið jarðveginn á þennan hátt koma alþjóðleg fyrirtæki í kjölfarið með lánadrottnana að vopni og þvinga til sín auðlindir okkar.

Orkan á Íslandi er MJÖG verðmæt. Vatnið sem rennur til sjávar í landinu dugar 80% af heimsþörfinni.

Mestur hluti Íslands er komin í einkaeign.

Búið er að veðsetja vinnuframlag almennings áratugi fram í tímann.

Davíð Oddson situr í Seðlabankanum og stendur vörð um háa stýrivaxtastefnu í boði auðvaldsins.

Auðvaldið gerir ekki greinarmun á hvítum þrælum og svörtum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.2.2009 kl. 15:12

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Útsendarar andskotans birtast víða ekki þó í mönnum heldur skoðunum og hugmyndafræði

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.2.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband