Hvaða traust?

traustHagfræðingarnir fullyrða að ekkert eigi bankarnir dýrmætara en traust.

Traust sé forsenda viðskipta.

Nú verðum við Íslendingar að endurheimta traustið sem við glötuðum, segja þeir.

Hvaða traust?

Í skjóli traustsins fengu bankarnir okkar lánaða miklu meiri peninga en þeir gátu borgað.

Þjóðin naut þvílíks trausts hjá bönkunum að þeir lánuðu henni miklu meiri peninga en hún ræður við að endurgreiða.

Vegna alls þessa gríðarlega trausts sitjum við nú uppi með okkar eigin skuldir og skuldir bankanna.

Þar að auki treystum við stjórnvöldum, eftirlitsstofnunum og fjölmiðlum og verðum sennilega næstu mannsaldrana að súpa seyðið af þeim mistökum.

Ég fyrir mína parta afþakka meira af þessu endalausa trausti og ætla að fara varlega í allt svoleiðis á næstunni.

En dágóður slatti af heiðarleika væri vel þeginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei kristinn... ríkiskirkjan er partur af gamla íslandi... hún verður að fara því hún er mismunun í íslensku samfélagi... svo má líka segja að ríkiskirkjan hafi algerlega klikkað... hún er búinn að vaða hér uppi í ~100 ár, það eina sem hún skilur eftir sig eru skrautbyggingar og kostnaður + öskrandi mismunun á íslensku þegnum.
Ríkiskirkja er tímaskekkja

DoctorE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 12:07

2 Smámynd: Ignito

Þetta er nokkuð sérstakar pælingar hjá þér með traustið.  Hvað hefur maður að gera með traust ef það kemur sem rýtingur í bakið seinna.  En þá auðvitað útfrá þessari nálgun.

Gott innlegg.

Ignito, 10.2.2009 kl. 13:06

3 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Sammála Svavar. Heiðarleiki er forsenda alls.

Guðrún Una Jónsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:20

4 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Ef þú ræktar með þér kærleika þarftu ekki að rækta neitt annað                       Sathya Sai Baba.

Páll A. Þorgeirsson, 11.2.2009 kl. 00:05

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Svavar. Gott innlegg.

Ég vildi bara bæta við að sumir setja allt sitt traust á guð og samt er allt að fara til já fjandans. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:16

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Takk, Kolla, en ég er ekki alveg sammála. Ég held að við séum að mjakast staurblönk á rétta leið.

Svavar Alfreð Jónsson, 11.2.2009 kl. 00:47

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll aftur Svavar. Ég er sammála þér, fyrirgefðu stríðnina. Ég hef sagt það frá upphafi að sennilega verði þetta okkur til góðs þegar upp er staðið því við vorum alveg orðin "spinnigal"  og hugsuðum allt í peningum. Ég var á málþingi um réttlæti í Laugarneskirkju sl. sunnudag og þar var dr. Sólveig Anna Bóasdóttir , systir Margrétar Bóasar, mágkona séra Kristjáns V. Ingólfssonar og fjallaði um mannréttlæti. Í kaffihlé komu sómahjónin Valgeir Skagfjörð og Guðrún Gunnarsdóttir og fluttu tvö lög. "Umvafin englum" kom út tárum á fleirum en mér. Þetta var frábær stund enda enginn hagfræðingur í panelnum . Kveðja til þín Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.2.2009 kl. 22:44

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Góð kona og falleg hún Kolla vina okkar!

Og fyrst hún er hérna sömuleiðis sem heiðarleika ber á góma, hvað er þá meir við hæfi en skella fram lítilli bögu, sem raunar er margort, en góð engu að síður!

Þér ég segi eins og er,

aldrei þig ég blekki.

Heiðarleik í huga ber,

hann ég bestan þekki!

En þið blessaðir guðsmennirnir eruð auðvitað að reyna að rækja ykkar starf sem best, að ná sem mest og oftast til sóknarbarnanna, KP þarf nú ekki að halda annað!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.2.2009 kl. 20:55

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já okkur vantar svo sannarlega heiðarleika í okkar samfélag og stjórnkerfi. Okkur vantar líka að endurskoða grunnreglur samfélagsins, stjórnarskrána okkar sem orðin er 135 ára í grunninn og kosningareglur sem ég veit að eru gamlar og gamaldags. Til þess að endurskoða hvoru tveggja er nauðsynlegt að efna til Stjórnlagaþings.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.2.2009 kl. 04:01

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

 Heiðarleika vantar svo sannarlega og líka nýjar grunnreglur fyrir samfélagið okkar, til að auka hér lýðræðið. Stjórnarskráin er að stofni til 135 ára og barn sína tíma. Kosningareglur eru líka gamlar og ólýðræðislegar.

Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglum. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is  Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.2.2009 kl. 04:09

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Takk fyrir vísuna Magnús.

Verð að vara heiðarleg og segja ykkur hinum að hann hefur aldrei séð mig svo ég viti  en gæðin eru náttúrulega öllum ljós  

Góða helgi og kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.2.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband