Engin blöð á Íslandi

vikudagurAri Edwald, prýðilegur maður og að mér skilst ættaður að vestan eins og ég, óttast um blaðaútgáfu á Íslandi. Tildrög kvíðans er sú ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að ógilda holdlegan samruna Fréttablaðsins og Moggans.

Ari segir "tvísýnt um alla blaðaútgáfu á Íslandi í dag", eins og eftir honum er haft á visir.is.

Reyndar eru gefin út fleiri blöð á Íslandi en ofangreind.

Söfnuður Akureyrarkirkju hefur um árabil gefið út safnaðarblað. Nú er verið að undirbúa eins konar samruna Safnaðarblaðs Akureyrarkirkju og fréttablaðsins Vikudags sem kemur út í höfuðstað Norðurlands.

Samningar þar að lútandi eru langt komnir og engar líkur á að Samkeppniseftirlitið hafi nokkuð við þá að athuga.

Héraðsfréttablöð eru mikið lesin. Safnaðarblöð líka. Fólk vill lesa tíðindi úr nærumhverfi sínu.

Finnist einhverjum það þröngur umfjöllunarradíus skal tekið fram að einkum reykvísku héraðsfréttablöðin sjá ástæðu til að flytja fréttir af því hvenær menn heimsóttu mömmu sína.

Héraðsfréttablöð eru sannkölluð grasrótarblöð og flest þeirra eru í litlum tengslum við flokksapparöt og viðskiptagúrúa landsins.

Menn eins og Ari Edwald hlæja kannski að þannig blöðum og telja þau ekki einu sinni með - en þeirra er nú samt sennilega framtíðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það að kalla Ara Edwald mann er góðmennzka & ofmat.

Hann Ari er nefnilega 'trítill'.

Steingrímur Helgason, 14.2.2009 kl. 00:04

2 identicon

Skrítið, það er nýlega búið að hringja í mig frá Mogganum og bjóða mér kynningaráskrift í fjórar vikur "án endurgjalds".

Það endar þá kannski með því að ég tapa á kreppunni og "verð" að sætta mig við heimablöðin 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband