Magadans í kirkjunni

mommumorgunn

Námskeið í magadansi verður meðal atriða á 11. kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju 3. - 10. maí.

Ég efast ekki um að nú glenna margir upp víðar glyrnur.

Hvað á magadans sameiginlegt með kirkjunni?

Hér er landlæg vanþekking á störfum kirkjunnar og fordómar í hennar garð útbreiddir. Fólk heldur að kirkjulegt starf sé fyrst og fremst fólgið í messum. Þangað mæti sárafáir. Annars sé nánast ekkert um að vera í kirkjunum.

Þetta er mikill misskilningur. Það sannast meðal annars á kirkjulistavikum.

Þær sýna að kirkjulegt starf er bæði fjölbreytt og þróttmikið.

Lengi hefur dansinn átt samleið með trúnni. Menn stigu dansa við trúarlegar athafnir. Það er tími til kominn að bjóða dansinn velkominn í kirkjurnar.

Ég hef verið að lesa bók um þetta efni eftir Reinhold nokkurn Mueller. Hún heitir Tanz vor Gott. Die Heimkehr des Tanzes in die Kirche (ISBN 3-7831-1731-3).

Dagskrá Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju er svona:

Sunnudagur 3. 5.

Lokahátíð barnastarfs kl. 11.

Opnun myndlistarsýningar Bryndísar Kondrup í Safnaðarheimili kl. 15.

Tónleikar kammerkórsins Hymnodiu kl. 16.

Mánudagur 4. 5.

Hádegistónleikar kl. 12:10. Haukur Ágústsson syngur negrasálma við undirleik Daníels Þorsteinssonar.

Kvikmyndasýning á Amtsbókasafninu kl. 20. Sýnd verður danska myndin "To verdener".  Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur, flytur inngang og stjórnar umræðum eftir sýninguna.

Þriðjudagur 5. 5.

Hádegistónleikar kl. 12:10. Eydís Úlfarsdóttir, sópran, Helena Guðlaug Bjarnadóttir, sópran og Guðný Erla Guðmundsdóttir, píanóleikari.

Opnun á vídeósýningu Örnu Valsdóttur í turnum Akureyrarkirkju kl. 20.

Miðvikudagur 6. 5.

Mömmumorgunn kl. 9:30 - 11:30. Kynning á magadansi.

Hádegistónleikar kl. 12:10. Eyþór Ingi Jónsson, organisti, og Hjörleifur Örn Jónsson, slagverksleikari, spinna.

Námskeið í magadansi í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20. Rakin lauslega saga magadansins og kennd nokkur spor. Aðgangur ókeypis. Námskeiðið er bæði fyrir karla og konur. Leiðbeinandi er Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur og fyrrverandi formaður Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju.

Fimmtudagurinn 7. 5.

Kynning á krílasálmasöng kl. 10. Leiðbeinandi Guðný Einarsdóttir.

Kyrrðarstund í Akureyrarkirkju kl. 12.

Vorferð eldri borgara. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 14.

Tónleikar Stúlknakórs Akureyrarkirkju kl. 20.

Föstudagurinn 8. 5.

"Í hljóði" Sýning Örnu Valsdóttur í Akureyrarkirkju kl. 20 - 22.

Laugardagurinn 9. 5.

Fyrirlestur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 13:30. Dr. David Porter, dómkirkjuprestur í Coventry, flytur fyrirlestur um hið  alþjóðlega friðarstarf kirkjunnar í Coventry. Með honum í för er dr. Kanyon Wright, fyrsti presturinn sem leiddi það starf. Fyrirlesturinn verður þýddur á íslensku.

Sunnudagurinn 10. 5.

Hátíðarmessa kl. 11. Dr. David Porter prédikar.

Hátíðartónleikar í Akureyrarkirkju kl. 16. Kór Akureyrarkirkju ásamt kammersveit. Einsöngvarar Marta Guðrún Halldórsdóttir, Bragi Bergþórsson og Benedikt Ingólfsson. Stjórnandi Eyþór Ingi Jónsson.

Eins og sjá má koma margar listgreinar við sögu á Kirkjulistaviku. Matargerðarlistin líka, því sérstakur kirkjulistavikumatseðill verður á Friðriki V. alla vikuna.

Nánari upplýsingar um 11. Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju má sjá hér.

Nú er bara að mæta og njóta!

Myndina með færslunni tók ég fyrir nokkrum árum á grillveislu mömmumorgna í Akureyrarkirkju.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hér er landlæg vanþekking á störfum kirkjunnar og fordómar í hennar garð útbreiddir. Fólk heldur að kirkjulegt starf sé fyrst og fremst fólgið í messum. Þangað mæti sárafáir. Annars sé nánast ekkert um að vera í kirkjunum.
Hvað segirðu, hverjir eru það sem eru haldnir þessum ranghugmyndum?

Matthías Ásgeirsson, 30.4.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er sniðugt starf hjá kirkjunni og auðvitað er kirkjan ekki á móti skemmtistarfi eins og margir halda. Ég óska ykkur því góðrar skemmtunnar í magadansinum

Hilmar Gunnlaugsson, 30.4.2009 kl. 15:42

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Matthías hittu þessi orð þig?

Svavar þessi dagskrá er glæsileg.

Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 20:18

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvað með súludans?

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 23:12

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ertu að bjóða þig fram?

Svavar Alfreð Jónsson, 30.4.2009 kl. 23:43

6 identicon

Flott dagskrá - til hamingju með hana.

PS saknaði þín á prestastefnu sem var frábær- ein sú besta í mörg ár. 

Gangi ykkur vel á vikunni í stuði með Guði.

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 23:45

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Frábært að hafa fjölbreytta starfsemi. Til lukku.

Guðmundur St Ragnarsson, 1.5.2009 kl. 03:13

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Matthías hittu þessi orð þig?"

Nei, mér leiðast bara þessar dylgjur prestanna sem láta alltaf eins og málstaður þeirra sem þá gagnrýna sé einfaldari en hann er.

Fyndið að kirkjan sé farin að stóla á magadans til að trekkja að. Segir okkur ýmislegt um kirkjuna.

Matthías Ásgeirsson, 1.5.2009 kl. 12:09

9 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það er erfitt að vera kirkjupólitískt réttur í nútímasamhengi.  "Negrasálmar" myndu ALDREI ganga hér í Svíþjóð. Í fyrsta lagi yrði maður kærður bara fyrir að setja orðið á prent.  Í öðru lagi myndi maður verða ofsóttur af innflytjendum og þeim sem vilja vera "pólitískt réttir". Og síðan að lokum myndi kirkjan sennilega vera niðurbrennd áður en maður næði að vinna heilan starfsdag.

Magadans er hinsvegar svona hnignunardæmi sem kirkjan um allan heim er að upplifa.  Farið er frá guðsþjónustulífinu og dregnir inn "heilagir dansar".  Ég set fyrirvara við svona "heilaga dansa".

Baldur Gautur Baldursson, 2.5.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband