Skrúftennur

tennurViđ félagarnir fórum á flug á göngu okkar um Kjarnaskóg í gćr.

Ég var nýbúinn ađ borđa.

Máltíđin var ađ hluta enn föst uppi í mér.

Tennurnar í okkur mannfólkinu eru hreinlega ekki hannađar nema fyrir sumar fćđutegundir.

Brauđmeti klístrast í öll hugsanleg tannabil.

 

Og viđ eitt sakleysislegt bros birtast heilu rćkjusamlokurnar.

Kjöt er sömu náttúru. Tennur eiga ađ vinna á kjöti en stundum virđast ţćr ekki síđur sólgnar í ţađ en maginn.

Sá sem gćđir sér á hrossakjöti getur til dćmis átt von á ţví ađ ţurfa ađ eyđa deginum í ađ stanga og sarga ţađ úr tönnunum. Ţar safnast oft ótrúlegt magn slíkra matvćla.

Oft fá menn drjúga máltíđ úr eigin tönnum án ţess ađ vera vitund svangir.

Ţess vegna fengum viđ félagarnir hugmynd um skrúftennur.

Af hverju hafa tannlćknavísindin ekki komiđ fram međ svoleiđis?

Skrúftennur eru tennur sem mađur skrúfar upp í sig. Líka er hćgt ađ skrúfa ţćr úr sér. Fólk gćti átt nokkur sett af tönnum.

Skrúftennur eru svipađar og takkar undir fótboltaskó. Malartakkar eru settir undir skóna á malarvöllum en grastakka nota ţeir sem spila á grasi.

Á sama hátt ćtti mađur t. d. brauđtennur og steikartennur.

Sá sem ćtlar ađ fá sér brauđ og bakkelsi skrúfar upp í sig hnođtennur međ sérstakri áferđ til ađ verjast hveitiklístri.

Hinn sem leggur sér til munns safaríka steik festir á hinn bóginn hárbeittar steikartennur í gómana. Tannbiliđ er gott til ađ kjöt festist ţar síđur. Tönn jafnvel ekki sett nema í annađ hvert tannstćđi.

Ekkert mál vćri ţó ađ ná ţví kjöti sem dagađi uppi í tönnunum.

Mađur skrúfađi einfaldlega úr sér tennurnar og hreinsađi ţćr undir rennandi vatni.

Ég sé fyrir mér ađ veitingahús gćtu bođiđ fólki upp á mismunandi tannasett.

Kúnnanir gćtu kannski notađ tennurnar sem ţeir komu međ á forréttinn en áđur en ađalrétturinn vćri á borđ borinn kćmi ţjónninn og leyfđi fólkinu ađ velja sér hentug tannasett úr snotrum harđviđarkassa.

Ég ímynda mér ađ tennur eins og sjást á myndinni hér fyrir ofan gćtu hentađ vel á rómantískum kósíkvöldum ţegar vínber, ostar, ritskex og rauđvín er annars vegar.

Ţetta vorum viđ félagarnir ađ spjalla á kvöldgöngu okkar í Kjarna. Síđan fórum viđ og fengum okkur kók í gleri.

Viđ vorum sammála um ađ langbest vćri ađ sötra gosiđ tannlaus.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ţú ert frábćr. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 14.5.2009 kl. 09:48

2 identicon

Ţetta er meira en frábćrt!!!!!!!!!!!!!!!!

Indislega fyndiđ.

Kveđja 

Jónas

Jónas Sigurđarson (IP-tala skráđ) 14.5.2009 kl. 13:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband