Skaufhalaskokk og skógargöngur

CSC_0028Nú í kreppunni sjáum viđ betur ýmis lífsgćđi sem viđ vorum kannski ekkert sérstaklega ađ hugsa um í óđćrinu eins og skáldkonan kallađi ţađ.

Viđ sem búum á Akureyri njótum ţess ađ eiga margar skemmtilegar gönguleiđir í nćsta nágrenni bćjarins.

Ţćr eru međ ýmsu sniđi. Hćgt er ađ stunda fjörulall, skógargöngur, fjallaklifur, árbakkabrölt eđa ţúfnahopp svo nokkuđ sé nefnt.

Sem minnir mig á minn gamla kennara dr. Hallgrím Helgason sem fann íslenskt heiti á danstegundina foxtrot og nefndi ađ mig minnir skaufhalaskokk.

Hér er enginn vandi ađ skella sér í skaufhalaskokk líka sé fólk í ţannig skapi.

Viđ félagarnir höfum veriđ hörkuduglegir í göngutúrum undanfarnar vikur. Stefnum á ađ ganga á Kerlingu í sumar. Alla vega Súlur. 

Í ţađ minnsta upp á öskuhauga.

Viđ erum búnir ađ labba heilmikiđ inni í Kjarna og lítum hýru auga á nýja stíginn fram í Hvammsskóg. Einnig höfum viđ gengiđ um Naustaborgir. Ţar var gaman ađ ganga. Fjölbreytt landslag, trjágróđur, rjóđur og klappir. Nćst ćtlum viđ ađ kanna gamla Gróđrarstöđvarskóginn.

Eyfirskur vinur sagđi okkur ađ ţađ vćri engu líkt ađ ganga um skóginn fyrir ofan Kristnes. Ţví trúi ég vel og ţar verđur tekin hressileg ganga fyrr en síđar.

Í göngutúr kvöldsins hafđi ég nýju myndavélina mína međ mér. Hún er góđur ferđafélagi. Hér ađ ofan má sjá flókaprúđar sinuţúfur í Kjarnaskógi.

ES

Var ađ lesa frábćra rćđu Guđfríđar Lilju Grétarsdóttur. Hún passar ágćtlega viđ ţennan pistil og annađ sem ég hef veriđ ađ krota hérna síđustu dagana. Lesiđ endilega rćđuna. Hún er á viđ góđan labbitúr.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband