Til varnar Drottni allsherjar

DSC_0005

Það getur verið bæði gaman og gagnlegt að ræða trúmál en við prestarnir föllum samt oft í þá gryfju að fara að verja Guð. Við tökum til varna fyrir Drottin allsherjar eins og lögfræðingur fyrir sakborning. Vísum jafnvel til framburða vitna og teflum fram tæknilegum atriðum.

Auðvitað þarf ekki að verja Guð. Hann er fullfær um það sjálfur.

Þeir sem það þekkja vita að fyrirheit hans standa. Bera má fram fyrir hann óskir mannsins og þrár, ótta hans og áhyggjur.

Hann hlustar og hann svarar.

Þegar framgangur tilverunnar verður ekki eins og við óskuðum og báðum um, þá er það ekki vegna þess að Guð sé miklu minni en við héldum.

Þvert á móti.

Þá bendir það til þess að Guð sé miklu meiri en við getum ímyndað okkur.

Hans bjargráð bregðast ekki.

(En nú er ég pínulítið farinn að verja Guð.)

Þessir þrír heiðurskönglar urðu á vegi mínum í Kristnesskógi í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Notaleg færsla Svavar, jafnt fyrir trúaða og þá sem ekki trúa

Finnur Bárðarson, 20.5.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þegar framgangur tilverunnar verður ekki eins og við óskuðum og báðum um, þá er það ekki vegna þess að Guð sé miklu minni en við héldum.

Þvert á móti.

Þá bendir það til þess að Guð sé miklu meiri en við getum ímyndað okkur.

Sæll Altúnga.  Gaman að sjá þig á internetinu.

Matthías Ásgeirsson, 20.5.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: Sigurður Rósant

"Þeir sem það þekkja vita að fyrirheit hans standa." - Haltu þig nú við að segja rétt og satt frá kæri prestur.

Þú veist það eins og allir aðrir að "Guð" hefur aldrei sagt eitt aukatekið orð í gegnum þá sem fullyrða að svo hafi verið.

Höfundar svokallaðrar Heilagrar Ritningar og fleiri trúarrita hafa aðeins sagt það sem þeir hafa heyrt (raddur) í kolli sínum og halda í sakleysi sínu að það hafi verið "rödd Guðs". En við vitum að margir heyra raddir, eða um 4% manna, að mig minnir, en flesti átta sig á því að þetta er ekki "rödd Guðs", heldur eitthvað annað sem lítið hefur verið rannsakað.

Með kveðju

Sigurður Rósant, 20.5.2009 kl. 18:01

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Auðvitað þarf ekki að verja Guð. Hann er fullfær um það sjálfur.

Og hvar getur maður séð guðinn þinn verja sig?

Hann hlustar og hann svarar.

Merkilegt, þegar guðinn þinn svarar sveltandi barni "Nei", þá er hann ekki vondur, bara "miklu meiri en við getum ímyndað okkur".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.5.2009 kl. 18:37

5 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sæll Svavar, mikið hljóta þessar gönguferðir ykkar að vera hollar bæði fyrir líkama og sál.

Sleppi trúarumræðunni að þessu sinni. 

Hólmfríður Pétursdóttir, 20.5.2009 kl. 20:06

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það sem er lítið rannsakað hefur mikinn rétt á sér.

Trúi á góða vætti sem ekki nokkur trúarflokkur getur útskýrt eða gefið nafn eða staðið með út af alls konar vitleysu sem hefur verið klínt á trúarflokka svo sem alls konar siðir venjur pólitík og þvílík vitleysa. 

þess vegna vil ég ekki trúarflokka sem til dæmis kallast kristni því svo margt hrillilegt hefur verið falið bak við kristni. það semsagt hefur heft mig í trúnni að hún þurfi að tilheyra trúarflokk.

 Trúin er of göfug til að rétt sé að tengja hana við pólitískt hatur.

Svona virðist það því miður vera með stjórnmálaflokkana líka á köflum. þess vegna er ég hrædd við að tilheyra pólitískum flokk. Er bara sammála og ósammála fólki hvar sem það er statt í pólitík. Trúi á fólkið en ekki flokkana. Allir hafa eitthvað til síns máls hvar sem þeir eru í flokki.

Hvort sem fólk vill viðurkenna það eða ekki eru til góð og vond öfl í heiminum. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2009 kl. 20:33

7 identicon

Guðinn sem þú ert að vegsama svona ert þú sjálfur, skoðaðu í spegil... veistu hvað, þú færð ekki nein verðlaun þegar þú deyrð... ekki frekar en ég.
Sama hvað þið gerið... its over when it's over. Game over

DoctorE (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 22:38

8 identicon

Hinn Æðri máttur, sem sumir kalla Guð, sveltir ekki börn - það gera menn hins vegar sannarlega, hneppa í þrældóm, drepa og nauðga - stjórnlaust.

Aðeins hinn dauði veit með vissu hvað tekur þá við - Sá sem lifir enn getur ekki vitað neitt um það eða haldið neinu fram um það - aðeins trúað, eða ekki. Hinir sannanaþyrstu geta ekkert sannað né afsannað - slíkur er máttur mannsins.

Biblían er rituð af breyskum mönnum - Guðs orð er bilið milli orðanna og aðeins sjáanlegt milli línanna.

Guð grípur ekki inn í gjörðir með stjórnsemi - aðeins menn gera það, og níðast hverjir á öðrum.

Ég get engu breytt nema sjálfum mér, framkomu sinni og viðhorfum mínum til þín kæri lesandi. Á þann hátt vonast ég til þess að sýna þér í verki hvernig hver og einn getur kosið að hefja sjálfur sitt eigið ferðalag til andlegs og tilfinningalegs þroska. Þannig vonast ég til að stuðla að skárri tilveru fyrir mig, þig og alla meðbræður okkar. Ég byrja þessvegna á mér svo ég geti sýnt þér það sem ég hef öðlast.

Getur þú breytt heiminum?

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 07:55

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Kristinn, guðinn hans Svavars sveltir börn. Og svarar Svavar aldrei athugasemdum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.5.2009 kl. 13:19

10 identicon

Elsku Hjalti : Guðinn hans Svavars sveltir ekki börn. Manneskjur svelta börn.

Heldur þú virkilega að Guð eigi að vera einhver reddari þegar þér dettur í hug að "biðja", eða öllu heldur heimta eitthvað?

Ónei - þá kæmist þú upp með að gera einfaldlega alltaf í buxurnar minn kæri og féllir svo á kné og "bæðir" Guð um að þrífa þig. Veltu því fyrir þér hvernig heimurinn væri ef öllum væri alltaf "reddað" öllu, og enginn þyrfti að taka ábyrgð á sjálfum sér.

Þannig virkar lífið ekki.

ÞÚ ert ábyrgur fyrir þínum gerðum (og þrifum) - nákvæmlega eins og þeir eru ábyrgir fyrir sínum gerðum sem í ómeðvitaðri geðveiki hugar síns og stöðugu ástandi ótta, fremja ódæði á borð við að svelta börn, kúga annað fólk og drepa.

Mig skal ekki undra að Svavar nenni ekki að svara mörgum þeim athugasemdum sem hér er að finna. Jafnvel prestar sem aðrir malak geta í breyskni sinn þreyst á, og jafnvel reiðst hinni vitibornu heimsku mannshugans, og freistast til að nota sterkar líkingar og orð.

(Afsakaðu Svavar - En theos ios)

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 17:29

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Og svarar Svavar aldrei athugasemdum?

Hmm, minnir á einhvern sem aldrei svarar þegar talað er til hans.  Er séra Svavar kannski Gvuð almáttugur?

Matthías Ásgeirsson, 22.5.2009 kl. 00:17

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En hvað segirðu við þá sem telja að guð hafi ekki svarað bænum þeirra. Veist þú betur. Segirðu bara: Þó þú haldir að bænum þínum hafi ekki verið svarað þá veit ég að þeim hefur verið svarað þó þú finnir þa ekki sjálfur. Eða ætlarðu að segja upp í opið geðið á þeim að þeir hafi verið með frekju og ekki verið nógu auðmjúkir? Ég hef aldrei vitað prest sem getur svarað þessari einföldu spurningu heiðarlega og án besserwissersháttar: Hvers vegna er það að sumum finnst að bænum þeirra sé ekki svarað? Hið sígilda svar er þá að eitthvað sé að því fólki, það biður ekki nógu vel, skilur ekki svarið og svo framvegis. Þetta fólk verður því alltaf að sæta einhvers konar ásökun, það bendur ásakandi fingur á það. Aldrei má taka mark á því sem fólkið sjálft segir, að bænum þeirra hafi ekki verið svarað.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.5.2009 kl. 10:34

13 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sigurður, Það er sorglegt ef það er rétt að fólk svarar spurningum um bænheyrslu með því að gera lítið úr bænum fólks.

Ég er sannfærð um að Guð heyrir hið veikasta andvarp.

Spurningin um bænheyrslu er eins brennandi og spurningin um hið illa. Hvorugri spurningunni get ég svarað.

Ef þú hefur lesið bloggið mitt, sem sumum finnst kannski of opinskátt, geturðu gert þér í hugarlund að ég hef barist af hörku við þessa spurningu.

Það sem m.a. þvældist fyrir mér voru kenningar velmegunarguðfræði sem voru að sækja í sig veðrið á árunum milli '60-'70. Þær eru í ætt við þau svör sem þú telur upp.

Seint og um síðir rann upp fyrir mér að allir, enginn undanskilinn, verða fyrir mótlæti, og Biblían er full af loforðum um hjálp í erfiðleikum.

Svo einhvern tíman á þessum árum komu Passíusálmarnir út með myndum Barböru Árnason og þær myndir og saga Hallgríms sannfærði mig í eitt skipti fyrir öll að velferðarguðfræðin er ósönn og það eina sem ég gæti gert væri að treysta Guði fyrir mér.

Þessi ákvörðun mín hefur ekkert með mikið eða lítið vit að gera, lítið sem ekkert með tilfinningar að gera, en allt með trú og ákvörðun að gera.

Svo ætla ég að biðja ykkur Matthías og Hjalti Rúnar að búast ekki við svörum um þetta efni.  Sýnið mér þá virðingu að virða trú mína og tilfinningar. 

Hólmfríður Pétursdóttir, 25.5.2009 kl. 00:34

14 identicon

Fyrir þá hér að ofan sem trúa því að þeir séu aldrei bænheyrðir :

Villa hinna ómeðvituðu felst í þeirri einfeldni að halda að Guð eigi að vera reddari þegar þeim dettur í hug að "biðja" (öllu heldur heimta). Þeir falla á kné eftir að hafa vandlega gætt þess að einginn sjái til, og biðja (heimta) grátandi vegna þess að þeir hafa komið sér í slæma aðstöðu og óttinn hefur gripið þá.

Algengar bænir ómeðvitaðra :

  • "Ó Guð, láttu mig vinna skrilljónkall - plís!"
  • "Ó Guð, passaðu að konan fatti ekki frjamhjáhaldið - ég skal gera allt!"
  • "Ó Guð, láttu hann Jón setjast á nagla - hann er algert ógeð."
Hinn ómeðvitaði fyllist gremju þegar Jón sest ekki á nagla, konan kemst að framhjáhaldinu og/eða skrilljónin í Víkingalottóinu endar enn eina ferðina í Noregi. Veröldin og lífið sjálft verður óréttlátt og hann sjálfur fórnarlamb tilverunnar. "Aumingja ég".

Algegnar bænir meðvitaðra :

  • "Ég elska þig!"
  • "Hjálp"
  • "Takk"
Hinn meðvitaði á það til að tárast upp úr þurru af þakklæti og ástartilfinningu gagnvart Guði sínum - hvað sossum Guðinn er kallaður í það skiptið - Guð,  Allah, Jehova, Lífið sjálft.



Sannleikurinn er núna - vaknið!

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 08:18

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Villa hinna ómeðvituðu"

"Ómeðvituðu".

Skemmtilega hrokafull lýsing.

Matthías Ásgeirsson, 25.5.2009 kl. 16:17

16 identicon

Matthías : Takk, enda breyskur - meðvitað.

Hvaða merkingu leggur þú í orðið meðvitaður Matthías ?

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 08:56

17 identicon

Önnur algeng bæn margra meðvitaðra er

"Góði guð, ekki láta litla barnið mitt deyja úr hvítblæði."

Ótal slíkum bænum er ekki svarað, nema hugsanlega með svarinu "jú víst." En e.t.v. eru það manneskjur sem gefa börnum krabbamein, ekki guð.

Sigurjón (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:53

18 identicon

Sigurjón : Nú veit ég ekki hvort þú hafir upplifað slíkt - ef svo er þá samhryggist ég þér innilega, og öllum þeim sem slíkt hafa mátt reyna.

En hvað er það sem menn stimpla með þessu einfalda orði "Guð" ? Er þa máske lífið sjáft að leika sér að forminu til þess að skapa sér vitund? Hver getur sagt lífinu sjálfu til? Lifandi verur deyja úr öllu mögulegu á hverjum degi, og aðrar líta dagsins ljós - það er gangur lífsins. Það kemur og það fer. Hvaðan og hvert veit enginn.

Til eru lífverur sem standa á sama stað í hundrað ár og "gera" ekkert annað en vera til, draga til sín næringu, vaxa og deyja. Aðrar lífverur lifa öllu sínu lífi á nokkrum klukkustundum, sumar á nokkrum mínútum.

Hitt veit ég - og það kann að hjlóma kalt - að það er heildartilgangur með öllu sem á sér stað - það er allt samofið, og það fá allir það sem þeir þurfa til þess að auka vitund sína. Eftir því sem vitundir eykst, verða lifandi verur næmari fyrir heildarsamhenginu. Manneskjur haf sjálfstæðan vilja, það sem menn þurfa er ekki endilega það sem þeir vilja.

Lífið á sér stað hér og nú, hvergi annars staðar. Hjartslátturinn frá því í gær heldur ekki í þér lífinu - aðeins þessi eini hjartsláttur núna.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 18:07

19 identicon

Ég á ekki börn svo nei, ég hef ekki upplifað þetta. Hef hins vegar þurft að upplifa það að missa ástvin úr hræðilegum súkdómi, eins og svo margir hafa gert. Eitt skiptið var á þeim tíma þegar ég var sæmilega trúaður og þá bað ég mikið fyrir bata viðkomandi, án nokkurs árangurs.

Ég get ekki svarað fyrir aðra en þegar ég tala um "guð" þá er ég að tala um eitthvað sem átt er við í stóru eingyðistrúarbrögðunum þremur; meðvitaða veru/anda/etc. sem lætur sig tilveru okkar varða og getur hlutast til um gang mála í heiminum.

Kristnir hamra sífellt á því að guð sé svo góður, elski okkur og er þar að auki almáttugur. Samt sér maður t.d. saklaus lítil börn þjást af hræðilegum sjúkdómum og deyja svo á endanum. Hvers vegna lætur guð þetta gerast fyrst hann er svona góður og almáttugur? Fyrir mér er svarið augljóst; það er engin slík vera til.

Margir lýsa guði á einhvern þokukenndan hátt sem "alheimsvitund," "sameiginlega lífsorku" eða eitthvað slíkt. Ég er sjálfur ekki trúaður á slíkt og finnst þar að auki einkennilegt að setja einhvern guðsstimpil á það.

Sigurjón (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 12:12

20 identicon

Kæri Sigurjón.

Pælingin í sambandi við "Guð" er fyrir mig í raun frekar einföld. Það eina sem er raunverulegur "Guð" fyrir mig (hvern og einn?) er hinn eini sanni "innri vinur" sem er alltaf með mér.

Innst inni býr í okkur öllum kærleiksrík vitund sem hægt er að komast í kynni við þegar maður "gefst upp" og leitar innra með sér. Þessi innri vitund er það sem grípur í taumana þegar hugur minn vill afvegaleiða mig og fá mig til þess að gera eitthvað sem meiðir aðra.

Ég tala daglega við lífið sjálft í gegnum þessa innri vitund mína, þakka fyrir daginn eins og hann er, fyrir að geta tekist á við stundum alvarlega hluti - eins og t.d. missir ástvinar, an þess að verða lifandi fórnarlamb lífsins, sem er eins og það er - stundum óvægið, óréttlátt og ekki í taktvið minn vilja.

Persónulega hef ég uppgötvað að með því að vera í sátt við mína innri vitund, þá verður lífið allt auðveldara og einfaldara. Ég verð meðvitaðri um tilfinningar mínar og get borið kennsl á þær og viðurkennt. Ég get í framhaldinu fylgst með þeim líða, og líða hjá. Stundum hafa sterkar tilfinningar líkamleg tök og afleiðingar - ég græt þegar ég verð sorgmæddur eða fyllist ástartilfinningu - ég finn hvernig líkami minn stífnar upp þegar reiði gýs upp í mér.

Ég er betur í stakk búinn til þess að eiga þessar tilfinningar sjálfur þegar ég er í sambandi við þennan innri vin minn, og get forðast að láta þær bitna á öðrum. Lífið verður sterkara, sannara og hamingjuríkara ef ég bara man í upphaf hvers dags að þakka lífinu sjálfu og mínum innri vini fyrir það eitt að fá að njóta þess að vera til - jafnvel þótt lífsaðstaða mín geti á stundum verið óvægin og erfið.

Að persónugera "Guð" eða hlutgera er ekki fyrir mig. Að reiða mig á "alheimsvitund" - jú kannski - mér finnst stundum einvhernveginn eins og það sé bara til eitt líf sem teygir sig inn í okkur öll. Ég er hættur að velta mér upp úr slíkum vangaveltum, og læt mér nægja þakklætið fyrir að fá að vera til. Það fyllir mig kærleika og gerir mér lífið hamingjusamt í stað þess að vera fórnarlamb þess. Þessi kærleikur sem ég fyllist, er ekki eindilega alltaf "bleikur", heldur getur verið harður og óvæginn eins og lífið sjálft.

Kannski hjálpar þér þessi persónulega andlega reynsla mín, kannski ekki. En ég deili henni sáttur og óhræddur. Mesta og allrabesta afurðin af sambandi mínu við mína innri vitund er sú, að ég er ekki hræddur lengur. 

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband