Við erum andlegar verur

eyjafjordur

Eitt öflugasta trúboð nútímans er gegn trú. Enginn efi rúmast í hjörtum hinna sannfærðu andstæðinga trúarinnar. Eitt af því sem þeir keppast við að sannfæra okkur um er að það hljóti að vera minni sannfæring að vera sannfærður trúleysingi en sannfærður trúmaður.

Ofangreint trúboð gengur út á að sannfæra okkur um að Guð sé ekki til. Hann sé ímyndun ein og trúarþörf mannsins gerviþörf. Maðurinn sé ekkert nema líkaminn.

Ýmislegt í samtíð okkar tekur undir þá kenningu. Í neysluhyggjunni er maðurinn fyrst og fremst neytandi, notandi jarðneskra gæða. Hann er með maga sem þarf að seðja og kropp að klæða.

Flóknara er það nú ekki.

Hamingjan fæst með því að sinna þessum þörfum.

Trúboðum neysluhyggjunnar hefur orðið vel ágengt. Ein skýringin á hruninu er sú að við trúðum þeim en gleymdum því að hamingjan fæst ekki keypt. Hún er ekki fólgin í því efnislega.

Aldrei hefur verið brýnna en nú að andmæla þeim sem vilja telja okkur trú um að við séum bara blóð, kjöt og sinar.

Aldrei hefur verið mikilvægara að minna á að maðurinn er andleg vera.

Við erum ekki síður til andlega en líkamlega.

Við erum hluti af Guðs góðu sköpun. Við erum sköpuð í mynd hans. Við getum skynjað hann og átt við hann samfélag.

Hann er okkur miklu nær en við héldum.

Myndina hér að ofan tók ég í Guðs góðu sköpun frammi í Eyjafirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Eittt öflugasta trúboð nútímans er gegn trú.

Hversu öflugt er það Svavar?

Hvað fá trúleysingjar á Íslandi marga milljarða á ári til að "boða trúleysi"?

Hvað heimsækja trúleysingjar á Íslandi marga leikskóla til að segja börnum að Gvuð sé ekki til og ekki sé hægt að tala við hann?

Hvað hafa trúleysingjar á Íslandi fengið af milljónum frá útrásarvíkingum?

Já, mikið er það öflugt, trúleysisboðið.

Mín reynsla er reyndar sú að þeir trúleysingjar sem ég þekki eru og hafa verið mun minna uppteknir af neysluhyggjunni en aðrir.  En það er bara mín reynsla.

Aldrei hefur verið brýnna en nú að andmæla þeim sem vilja telja okkur trú um að við séum bara blóð, kjöt og sinar. 

Við erum meira en blóð, kjöt og sinar.  En við erum bara efnislegar verur.  Vitum orðið nokkuð vel hvernig þetta virkar.  Varla afneitar þú því?

Matthías Ásgeirsson, 26.5.2009 kl. 12:39

2 identicon

Öflugt trúboð. Jæja. Staðreyndir eru vissulega öflugar.

Nokkrar spurningar fyrir þig til að snúa út úr eða hunsa því ég get ekki ímyndað mér að ég fái heiðarleg svör frá þér:

Hvað fara margir trúleysingjar í leikskóla til að boða trúleysi?

Hvað fara margir trúleysingjar í grunnskóla til að boða trúleysi?

Hvað fara margir trúleysingjar í framhaldsskóla til að boða trúleysi?

Hvað fara margir trúleysingjar til útlanda að boða trúleysi?

Hvað halda margir trúleysingjar námskeið til að boð trúleysi?

En hvað ef þú myndir snúa dæminu við og spyrja hve margir kirkjumenn boða trú sína á þennan hátt?

Efast þú einhvern tímann um að Þór, Shíva og Seifur séu ekki til?

Efast þú einhvern tímann um að álfar og draugar séu ekki til?

Hvernig er trúleysi mitt á guð þinn ólíkt trúleysi þínu á alla hina guðina?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 12:49

3 identicon

Hvað kemur neysluhyggja trúleysi við? Trúir þú því í alvöru að trúleysingjar séu hallari undir neysluhyggju en trúaðir? Hefurðu eitthvað fyrir þér í því annað en eigin fordóma?

Jón Yngvi Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þökk sé þessu ritskoðunarkerfi á bloggi Svavars skrifum ég og Óli efnislega nokkurn vegin sömu athugasemdina.

Af hverju í ósköpunum ritskoðar þú athugasemdir ekki einfaldlega eftir á?  Umræður virka ekki svona þegar fólk sér ekki þær athugasemdir sem aðrir hafa þegar skrifað.

Matthías Ásgeirsson, 26.5.2009 kl. 12:54

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Jón Yngvi: Ef þú lest færsluna sérðu að þar stendur að ýmislegt í samtíð okkar taki undir þá kenningu að maðurinn sé ekkert nema líkaminn. Eitt dæmið er neysluhyggjan.

Ég er nú ekki sá fyrsti sem bendi á samhengið milli neysluhyggju og efnishyggju.

Svavar Alfreð Jónsson, 26.5.2009 kl. 13:16

6 identicon

Þú ætlar semsagt að leyfa spádómi mínum um hunsun að rætast?

Í hvað eyðir þú peningum þínum prestur góður? Bíla? Hús? Ferðalög? Tæki? Eða safnarðu milljónunum þínum á bankabók?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 13:44

7 Smámynd: Kommentarinn

Ég sé ekki ástæði til þess að tengja saman neysluhyggju og trúleysi. Þetta er mikill misskilningur. Ég gæti þessvegna verið nægusamasti maður í heimi og jafnvel fastað á föstudögum og búið í holu en samt verið gjörsamlega laus við að trúa á yfirnáttúrulegt alvald. Þetta er bara móðgun og vitleysa.

Trúlausir eins og aðrir eru andlegar verur og höfum okkar andlegu hlið þó við séum ekki að blanda einhverjum óskilgreindum ímynduðum öflum inn í það.

Þú telur að "trúboð" trúlausra hafi aukist en ef svo er er það einfaldlega vegna þess að trúlausum fjölgar stöðugt og gefur fjöldi skráðra í þjóðkirkjuna ekki rétta mynd af fjölda þeirra. Ég veit um marga í sömu stöðu og ég þ.e.a.s. trúlausir sem eru samt skráðir í þjóðkirkjuna. Með réttu ætti maður þó líklega að skrá sig úr henni svo það sé ekki verið að kasta þangað meiri pening...

Kommentarinn, 26.5.2009 kl. 14:41

8 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Matthías,

Ég ætla ekki að endurtaka mig í sífellu og ekki leggja neinn dóm á hversu öflug þið eruð hér á landi.

Ég er nýbúin að lesa grein í Newsweek frá 20. apríl sem heitir The End of Christian America og svo hef ég litið á síður eftir linkum frá DeoctorE og ég sé ekki betur en þar sé um skipulagt niðurrif á Biblíunni að ræða þar sem treyst er á fáfræði þeirra sem lesa og allt er sett fram í nafni vísinda og gáfna. Og það lítur ekki út fyrir fjárskort á þeim bæjum.

Ég held ég hafi einhvern tíma reynt að svara spurningunum sem þú beinir til Svavars.

Vísindin vita margt um starfsemi líkama okkar, en enn er meira sem ekki er vitað, en það sem hefur verið sannað. Ég sé enga þversögn í því að þær stöðvar í heilanum sem eru virkar í bæn og hugleiðslu séu nokkuð þekktar, Ég er þakklát fyrir að öllum eru gefnir þessir hæfileikar.  Þá má auðvitað virkja án trúar.

Og að lokum, ég er sammála þér um að það voru alls ekki allir sem hrifust með af græðginni og óhófinu.

Hólmfríður Pétursdóttir, 26.5.2009 kl. 14:43

9 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Kommentarinn,

Finnst þér í alvöru að öll vinna starfsfóks kirkjunnar sé algjör óþarfi?

Hólmfríður Pétursdóttir, 26.5.2009 kl. 15:02

10 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég er nýbúin að lesa grein í Newsweek frá 20. apríl sem heitir The End of Christian America og svo hef ég litið á síður eftir linkum frá DeoctorE og ég sé ekki betur en þar sé um skipulagt niðurrif á Biblíunni að ræða þar sem treyst er á fáfræði þeirra sem lesa og allt er sett fram í nafni vísinda og gáfna

Ég hef ekki grun um hvaða greinar þú ert að ræða fyrir utan þessa í Newsweek sem ég hef ekki lesið.  En ansi þykir mér dómur þinn á gagnrýnendum kristinnar trúar harður.  Finnst þér það sama gilda um Vantrú?   Finnst þér greinar á þeirri síðu treysta á fáfræði þeirra sem lesa?

Og það lítur ekki út fyrir fjárskort á þeim bæjum.

Borið saman við þá peninga sem trúfélögin hafa til umráða er varla hægt að tala um annað en fjárskort, jafnvel örbygð

Matthías Ásgeirsson, 26.5.2009 kl. 15:42

11 identicon

1 Að hafna hjátrú er ekki trú
2 Guð biblíu,kórans er ekki þess verður að trúa á hann
3 Trú rænir okkur ábyrgð á gjörðum okkar.
4 Trú er sjálfselska, trú á verðlau fyrir að vera góður þræll; Engin verðlaun = enginn guð... hvað er guð þá? Jú hann er sá trúaði og sú staðreynd að allir munu deyja.

Trúarbrögð eru svikastarfssemi, mun alvarlegri en Nígeríu svind.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:48

12 identicon

Hólmfríður, biblían rífur sig niður sjálf... bara að lesa og allt fellur um sjálf sig.
Guðinn er eins og geggjaður maður... ekkert guðlegt við hann

Svo þakka ég Svavari fyrir að leyfa mér að setja athugasemdir... það er bara frábært

DoctorE (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:03

13 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hamingjan fæst með því að sinna þessum þörfum.

Þetta er nú kuldaleg mynd sem þú dregur upp af trúleysinu, Svavar. Það er reyndar nokkuð sem trúmenn gera mikið af og bendir að mér finnst til þess að þeir þurfi á því að halda að finnast tilvera okkar hljóta að vera innantóm neysluhyggja.

Hamingjan fæst með ýmsum hætti, og sumir finna hana aldrei, trúaðir eða ekki. Hins vegar þarf líf þeirra sem ekki hengja sig í skipulögð trúarbrögð á borð við kristni eða skálda sín eigin ekkert að vera laust við andlegt grúsk af ýmsu tagi.

Hugsun og tilvist, grúska og brask með hugmyndir og tilfinningar. Það er það sem gerum.

Trú kemur því ekkert við.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 26.5.2009 kl. 16:44

14 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Matthías,

Nei ég var ekkert að tala um Vantrú.

Já, ég er harðorð en það er af því að flest af því sem ég hef séð af þessu tagi tekur mið af biblíuskilningi þeirra safnaða sem eru hvað harðastir í  bókstafstrú.

Greinin í Newsweek var hvorki með eða á móti, en les í gögn sem sýna að hægri íhalds, bókstafs kristni er á undanhaldi. Við getum sameiginlega glaðst yfir því.

Trú er einn þáttur umræðunnar, Peningar er annar. 

 Ég var með útlönd í huga og þar eru margir sem vilja leggja peninga í það að grafa undan trúarbrögðunum, sumir eru nytsamir sakleysingjar, aðrir hafa duldari markmið.

Ég hef alltaf séð fyrir mér að Vantrú sé meira að berjast fyrir því sem þið teljið réttlætismál en gegn trú. Er það rétt hjá mér?

Hólmfríður Pétursdóttir, 26.5.2009 kl. 17:01

15 identicon

Ég sé ekkert að því að fólk sé að sýsla í þessu á persónulegum nótum, þegar þetta er komið í skipulagða starfssemi, þjóðfélaginu ætlað að dansa eftir þessu, peningar peningar og aftur peningar, hallir, túlkun einhverra manna á meintu orði einhvers ósýnilegs gaurs sem enginn hefur séð.
Þá bara verður einhver að segja: HEY hvað er eiginlega í gangi hér, þetta meikar ekki neinn séns.

Myndi guð gefa út auðfalsanalegan miðil eins og bók, myndi bókin innihalda það sem hún gerir, myndi utbreyðsla þessara boðorða taka þúsundir ára þannig að flestir missa bara af þeim.. og eða trúa þeim alls ekki... nosiribob
Ef það er guð þarna úti, þá er prófið líklega það að falla ekki fyrir svona rugli, þau okkar sem eru næstum heilbrigð á geði vitum vel hvað er rétt og hvað er rangt...
Já kannski er það aðalsyndin, að falla svona rosalega fyrir tálsýninni, vegna sjálfselsku um að lifa að eilífu.

Þið vitið að ég hef rétt fyrir mér :)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 17:23

16 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég var með útlönd í huga og þar eru margir sem vilja leggja peninga í það að grafa undan trúarbrögðunum, sumir eru nytsamir sakleysingjar, aðrir hafa duldari markmið.

Hólmfríður, peningarnir sem settir eru í að boða trú eru þúsund sinnum meiri, jafnvel milljón sinnum meiri.  Það er eiginlega algjörlega út í hött að tala um peninga á bak við trúleysi í dag samanborið við peningana á bak við trúarbrögðin.

Ég hef alltaf séð fyrir mér að Vantrú sé meira að berjast fyrir því sem þið teljið réttlætismál en gegn trú. Er það rétt hjá mér?

Vantrú berst gegn boðun hindurvitna.

Matthías Ásgeirsson, 26.5.2009 kl. 17:30

17 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Er þá öll trú samkvæmt skilgreiningu hindurvitni?

Hólmfríður Pétursdóttir, 26.5.2009 kl. 18:07

18 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Matthías,

Þar fórstu nú alveg með það!

Ert þú að segja mér að ég hafi byggt líf mitt á hindurvitnum?

Bara svona einfalt er það.

Og ég sem hélt að þið væruð að berjast fyrir jafnri stöðu allra gagnvart yfirvöldum og þeirri þjónustu sem hið opinbera veitir.

Hólmfríður Pétursdóttir, 26.5.2009 kl. 19:09

19 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hólmfríður, ég skil ekki athugasemd þína.  Ef þú villt gera athugasemd við efni greinarinnar sem ég vísaði á í síðustu athugasemd máttu gjarnan skrifa hana við greinina sjálfa.

 Er þá öll trú samkvæmt skilgreiningu hindurvitni?

Öll trúarbrögð sem innihalda yfirnáttúru eru að mínu mati hindurvitni.

Matthías Ásgeirsson, 26.5.2009 kl. 20:52

20 identicon

Rétt hjá þér Svavar. Þú ert ekki sá fyrsti sem bendir á tengslin milli efnishyggju og neysluhyggju. Þessi tengsl eru jafn ímynduð fyrir því.

Þessi færsla er annars sorglega léleg tilraun til að nota kreppuna til að hræða fólk til trúar. Mér finnst hún ekki samboðin presti þjóðkirkjunnar. En ég er líka svo einkennilega innréttaður að hafa áhuga á lúterskri guðfræði þótt (eða vegna þess) að ég sé trúleysingi.

Jón Yngvi Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 21:48

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeta er náttúrulega rétt sem Svavar bendir á að ýmislegt í samtíð okkar haldi þeirri kenningu eða skoðun að fólki að "Maðurinn sé ekkert nema líkaminn"

Eg mundi etv. segja: Nánast allt heldur þeirri skoðun eða kenningu að fólki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2009 kl. 22:12

22 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Gaman að heyra af þessum áhuga þínum á lútherskri guðfræði, Jón Yngvi.

Að mínu mati eru tengslin milli efnishyggju og neysluhyggju nokkuð augljós.

Efnisheimurinn er hluti af Guðs góðu sköpun en í neysluhyggjunni er það efnislega gert að ídoli. Það er tilbeðið í þartilgerðum musterum. Um það er fjallað með trúarlegum táknum og orðfæri eins og sést í auglýsingum. Reynt er að telja þér trú um að hamingja þín og velferð velti á því að eignast réttu hlutina. Það efnislega verður sáluhjálparatriði.

Svavar Alfreð Jónsson, 26.5.2009 kl. 22:46

23 identicon

Við erum fyrst og fremst sálir og við höfum líkama!

Láttu þér nægja þann ytri auð

að eiga til skeiðar og hnífs.

Andleg fegurð og frelsisþrá

er forði til næsta lífs.

Davíð Stefánsson.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 23:23

24 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Þetta er að mínu mati dæmi um ómálefnanlega gagnrýni á aðra. Væri þessi færsla um pólitík hefði hún ekkert málefnalegt innihald: "Eitt öflugasta trúboð nútímans er gegn Samfylkingunni. Enginn efi rúmast í hjörtum hinna sannfærðu andstæðinga Samfylkingarinnar." Hver myndi taka mark á þessu?

Síðan þætti mér gaman ef Svavar svaraði Matthíasi, Óla og Kristni.

Kristján Hrannar Pálsson, 26.5.2009 kl. 23:44

25 identicon

Ég gefst upp. Ef þú sérð ekki sjálfur hversu illgjarnt og heimskulegt það er að leggja trúleysi og neysluhyggju að jöfnu er það þitt vandamál.

Við HÍ var einu sinni góður guðfræðiprófessor sem sagði "það er gaman að tala við gáfaða heiðingja".  Ég hef stundum snúið þessu við og sagt: "það er gaman að tala við gáfaða lúterana".  Ég mun halda því áfram - sem þýðir greinilega að ég þarf ekki að skiptast á orðum við þig.

Jón Yngvi Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 23:46

26 identicon

Gott hjá þér Svavar. Þarna hittir þú naglann á höfuðið eins og viðbrögðin sýna. Hjartanlega sammála þér.

Gísli Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 23:58

27 identicon

Við hefðum verið betur sett ef hér hefðu verið almennilegir efnishyggjumenn. Gallinn við bóluna sem sprakk var að hún gekk út á huglæg gæði en ekki efnisleg. Sérstaklega var þar um að ræða ímyndað verðmæti hlutabréfa í stað þess að meta fyrirtækin sem bréfin stóðu fyrir út frá eignum þeirra, framleiðslu og svo framvegis. Peningar eru líka huglægir en ekki efnislegir. Fimm þúsund króna seðill er ímynduð verðmæti og gengur bara upp af því að allir taka þátt í leiknum. Við sáum þetta núna þegar fólk er hætt að trúa á íslensku krónuna, þá hrynur hún. Margir halda einmitt fram að stærsti galli peningakerfisins í dag sé að hætt hafi verið að gulltryggja mynt. Þar var efnislegum gæðum skipt út fyrir huglæg.

Annars skal ég trúa þér um tengsl efnishyggju og neysluhyggju þegar prestar ríkiskirkjunnar hætta að kaupa sér jeppa og flatskjái og taka viljandi á sig launalækkanir sem geri heildarlaun þeirra álíka og starfsmanna á sambýlum fatlaðra.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 03:01

28 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Jón Yngvi, ég held því fram að tengsl séu á milli efnishyggju og neysluhyggju. Ég held líka að tengsl séu á milli neysluhyggju og trúleysis - en að ég leggi það að jöfnu eru þín orð.

Það eru líka tengsl á milli trúar og neysluhyggju og neysluhyggja getur verið fólgin í neyslu andlegra gæða. Það er upplagt efni í sérstaka færslu.

Mér finnst leitt að heyra að þú teljir mig ekki nógu gáfaðan til að eiga við þig orðastað. Þá verður bara svo að vera.

Svavar Alfreð Jónsson, 27.5.2009 kl. 06:31

29 identicon

Svavar hvernig getur þú sagt þetta árið 2009, árið 9 væri þetta skiljanlegt, árið 90 líka, árið 900 ditto.. jafnvel árið 1900, en árið 2009 maður, meikar ekki sense.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 07:44

30 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég held líka að tengsl séu á milli neysluhyggju og trúleysis

Sýndu fram á þau í stað þess að setja fram endalausar dylgjur.

Matthías Ásgeirsson, 27.5.2009 kl. 08:46

31 identicon

Flott grein hjá þér Svavar og það sést best á því að hér eru samankomnir allir helstu málsvarar trúleysis( þeir halda allavega að þeir séu það en eru í raun athyglissjúkir að mínu áliti) og mér finnst skrítið að þeir skuli hafa tíma fyrir að troða sínum ömurlega afbakaða málstað upp á aðra á sama tíma og þeir ættu að vera skipuleggja "mótmælabingó" sem sannast sagna er það heimskulegasta dæmi allra tíma því á sama tíma og þeir hata kirkjuna og trú meirihluta þjóðarinnar þá þiggja þeir alla frídaga sem eru vegna trúarinnar og væntanlega helgidagalaun á þeim dögum líka. þetta lið er algerlega ómarktækt og satt að segja svo mikið rugl sem vellur út úr því að það er varla svaravert.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 10:11

32 identicon

Ég veit ekki betur en að margir prestar séu með vel yfir hálfa milljón á mánuði. Byggingar þjóðkirkjunnar eru heldur ekkert slor og hafa kostað ótrúlega mikinn pening.

Ef tengsl eru milli neysluhyggju og trúleysis ættir þú að eflaust að taka þetta fyrir með starfsbræðrum þínum og leggja til að prestar ættu að lækka laun sín töluvert og breyta kirkjum í vöruskemmur í smiðjuhverfinu? Stattu við þín orð og sýndu hvað neysluhyggja og trú eiga enga samleið!

Þröstur (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 10:19

33 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hér er hann mættur, Ragnar Örn, skoðanabróðir séra Svavars.  Líkur sækir líkan heim.

Matthías Ásgeirsson, 27.5.2009 kl. 10:22

34 identicon

Mjög skrítin afstaða hjá þér Svavar, og nákvæmlega ekkert rökstudd, enda hefur það nú aldrei vafist fyrir ykkur prestum. Ég veit ekki betur en að konungar neyslutryllingsins séu bandaríkjamenn, lang lang trúaðasta vestræna samfélagið á jörðinni. Þú lætur nú ekkert hið augljósa angra þig, sérstaklega í ljósi þess að minnst trúuðu vestrænu samfélögin, þau skandinavísku, eru minnst þjökuð af neysluhyggju. Samt sérðu nú ekki trúleysingja segja að neysluhyggja sé afleiðing kristinnar trúar, þótt dæmin virðist æpa það á okkur. Ég bara skil þig ekki.

Sigurður Karl Lúðvíksson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 10:27

35 identicon

Ragnar Örn er með hvað: Gamla bók sem enginn veit hver skrifaði, þó er nokkuð ljóst að þeir sem hana skrifuðu vissu minna um alheiminn en ~6 ára barn í nútímanum.

Ragnar Örn telur sig hafa gögn sem styðja hans mál, hver eru þau gögn?
Jú hann fær extra líf í paradís að eilífu samkvæmt bók sem segir að hún sjálf sé sönn, að allir séu fífl sem trúa henni ekki.. og verða pyntaðir.

Þetta hefur Ragnar.. sem sagt hann hefur ekkert nema púra sjálfselsku.. hann er tilbúinn til þess að traðka á öðrum vegna þess að hann telur sig hafa fengið mútur frá master of the universe.

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 11:25

36 Smámynd: LegoPanda

Mér sýnist þú, Svavar, gera þau mistök að setja samasem-merki milli efnishyggju í meiningunni

,,allur heimurinn er bara efni, en ekki efni og andar eða eter eða álíka"

og efnishyggju í meiningunni

,,mestu máli skiptir að eiga sem mest af efnislegum hlutum, og seðja efnislegar þarfir".

Þess vegna blandarðu neysluhyggju inn í þetta. 

Svo væri nú gaman ef þú gætir svarað því sem Matthías og Óli varpa fram í fyrst tveim innleggjum.

LegoPanda, 27.5.2009 kl. 12:45

37 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka þér fyrir þetta, LegoPanda, en efnishyggja getur verið hvort tveggja, annars vegar "a theory that physical matter is the only or fundamental reality and that all being and processes and phenomena can be explained as manifestations or results of matter" eða  "a preoccupation with or stress upon material rather than intellectual or spiritual things" svo ég vitni í orðabækur (Merriam-Webster).

Svavar Alfreð Jónsson, 27.5.2009 kl. 13:04

38 identicon

DoctorE segir eftirfarandi:

"...bók sem enginn veit hver skrifaði, þó er nokkuð ljóst að þeir sem hana skrifuðu vissu minna um alheiminn en ~6 ára barn í nútímanum."

Að vísu eru engin sagnfræðileg gögn til sem staðfesta fullyrðinguna. Ég skora á DoctorE að færa á hana sönnur.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 13:10

39 identicon

Færa sönnur á hvað Þorgeir... að biblían sé bull?

Bart Erham biblíufræðingur telur að 19 af 27 bókum nt séu falsaðar...

Það getur hvaða smábarn sem er lesið þetta og sagt með fullri vissu: Já þetta eru lygar... og barnið getur spurt sig: ef þetta eru ekki lygar, hvað er þá guð... hann getur ekki verið neitt nema maður.
Sögur af krossfestingu/upprisu eru líklega mesta fölsunin í allri biblíu, já ég segi ykkur að þið finnið varla sanna setningu í allri biblíunni.
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/884727/

Svavar ætti að taka sig til og rífa sig frá þessu, henda hempunni og koma til að berjast fyrir alvöru hlutum... svona eins og alvöru guð myndi vilja í stað dýrkunar og dýrkunarhalla.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 13:32

40 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það sem sumir feila á, td. doktorinn, er að það statement að maðurinn sé ekki aðeins efnið heldur líka andinn, snýst ekkert um "eina bók"

Snýst um það að flestir/allir helstu mannlegir hugsuðir, hugsuðir mannsandans, hafa komist að þeirri grundvallarstaðreynd með einum eða öðrum hætti.

Efnisheimur er aðeins ytri ásýnd á bak við býr hið andlega.

Þessu má líkja við mann sem býr á stað þar sem myndin í upphafi pistilsins er tekin.  Hann hefur aldrei gengið uppá fjallið og því heldur hann að það sé ekkert hinummegin.  Fjallið er endalokin og handan þess ekkert.

Einn dag tekur hann sig til og fer í fjallgöngu og kemst að því að hinummegin eru óravíðáttur, aðrir dalir og önnur fjöll o.s.frv.

Það sem doktorinn þarf að gera er að fara í andlega fjallgöngu.  Það getur verið erfitt og tekur tíma.  Ró, næði.  Vilja.

En meðan menn sitja bara niðrí dalnum og segja:  Handan þessa fjalls er ekkert - nú þá er auðvitað ekkert handan fjallsins, þ.e gagnvart umræddum manni er niðrí dalnum situr.   Þá nær það auðvitað ekkert lengra gagnvart þeim dalbúa.

En svo er það beisikallí önnur umræða hvernig hin ýmsu trúarbrögð aða afbrigði þeirra kjósa að fara fram með viðvíkjandi málefni.  Jú jú, þar hefur verið í aldanna rás og er margt gagnrýnisvert og vandrataður vegurinn þar að lútandi náttúrulega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2009 kl. 13:52

41 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Svavar. 

Boðun neysluhyggju er samofin efnahagsstefnum þjóðanna. Það er ekki hægt að ná fram hagvexti án aukinnar neyslu í samfélaginu og hagvöxtur er hinn "heilagi kaleikur" allra þjóða heimsins.  Efnishyggja og neysluhyggja eru tvíburar sem öll þjóðfélagsumræða gengur út á. Þeir sem boða hana kunna vel að vera "trúleysingjar" þar sem þeir greinilega setja efnislega velværð framar andlegri og hljóta því að trúa því í raun og veru að aukin efnisleg velmegun færi fólki meiri hamingju, þrástt fyrir boðun flestra trúarbragða um hið gagnstæða. Staðreyndin er samt að flestir þeirra eru skráðir í trúfélög. Hér á landi tilheyra þeir hinni Evangelísku Lútersku þjóðkirkju og þjónar hennar biðja fyrir þeim og blessa þá á hverjum sunnudegi enda á kirkjan líka alla sína efnahagslegu afkomu undir þeim.

Það er hinsvegar rétt hjá þér Svavar að rökfræðilega hljóta að vera tengsl milli efnishyggju og neysluhyggju. Þeir sem ekki trúa á að til séu andleg verðmæti sem hægt er að ávaxta og þannig fært fólki hamingju, geta lítið annað en viðurkennt að öll hamingja og lífsverðmæti hljóti að vera af efnislegum toga, hvort sem þeir kalla þau fagurfræðileg eða tilfinningaleg. Í heimi Þar sem ekkert er til sem ekki er búið til úr efni, er ekki í annað að venda.

Það sem trúaðir kalla andlegar dyggðir og stuðlað gætu gegn neysluhyggjunni ef einhverjir reyndu að hafa þær að leiðarljósi við stjórn þjóðarinnar, (örlæti, umburðarlyndi, fyrirgefning, sáttfýsi, jafnrétti) vilja margir trúleysingjar einnig meina að séu hugmyndir sem koma mannkyninu til góða í samfélagslegu tilliti og að þær rími ágætlega við húmanískar skoðanir þeirra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.5.2009 kl. 14:17

42 identicon

Sumar athugasemdirnar hér eru alveg með ólikindum. Það er alveg satt, að boðun trúleysis hefur aukist gríðarlega síðustu ár og þekki ég til nokkurra sem fara þar framarlega í flokki á Íslandi. Varla er hægt að segja annað en að sú stífa stefna sem þeir fylgi sé ekki farin að líta svolítið trúarlega út, það segir mer heldur engin að það þurfi ekki líka trú til þess að trúa að ekkert sé meira við lífið en tíminn og dauðinn. Ekki get ég sagt til um það hvað lífið sé eða verði eftir þennan dag, en að neyta því að trúa eitthverju leysir engan vanda, afstöðu þarf að taka hvort sem hún er að trúa guðs mátt eða annan mátt. Lífið varð til, fyrir kraft hvaða kraftur sem það nú var. Menn sem ganga hart á móti þjóðkirkjunni vilja oft gleyma því að í öllum skólum er kenning þróunnar kennd en þróunarkenningin er en kenning og mjög umdeild ekki bara milli guðsfygjenda og vísindamanna heldur hafa margir stórir vísindamenn afneitað henni. Er þeta þá ekki nokkuð jafnt? Ég verð líka að koma inn á að trú sé sjálfselska. DoctorE... Í alvöru.. hvernig getur lifandi maður skrifað svona. nú er ég ekki trúrækinn, en þeir aðilar sem ég þekki til og hafa fórnað sér hvað mest fyrir aðra, hvort sem það er andlega, tímalega, fjárhagslega eða annað, þeir eru kristnir. Jæja. takk fyrir mig

Marinó (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 14:54

43 identicon

Marínó.. hugsaðu smá... meintar góðgerðir krissa eru til að fá upp í miðann til himnaríkis.
Svo fylgir þessu oftar en ekki trúboð.. fyrir galdrakarlinn, auka stig fyrir flugmiðann til himnaríkis.

Trú er sjálfselska, sjálfsumhyggja... það er allt sem hún er...
Hugsaðu nú.. ef guddi segði að það væru ekki nein verðlaun, engar ógnir... þá trúir enginn á guð... guð er verðlaunin/ógnirnar... taktu bara verðlaunin út BANG enginn trúaður... hvað er trú þá?

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:12

44 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DoctorE.

Hvort mundir þú frekar reiða þig á einhvern sem segist vilja þér vel vegna þess að hann græði á því persónulega eða mann sem segist vilja þér vel vegna þess að þá líði öllum betur?

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.5.2009 kl. 15:25

45 identicon

"Færa sönnur á hvað Þorgeir... að biblían sé bull?"

Afhverju þarftu að snúa út úr? Það var ekki þetta sem ég gerði athugasemd við, þó ég hefði vel getað gert það. Það hvort tilteknar staðhæfingar í biblýjunni eru rangar eða ekki segir ekki allt um ýmsa aðra þekkingu sem höfundar hinna ýmsu rita hennar gætu hafa búið yfir.

Bart Erham biblíufræðingur telur að 19 af 27 bókum nt séu falsaðar...

Koma allar falsanir til af vanþekkingu? Fornaldar- og miðaldamenn vissu ýmislegt sem við vitum í dag. T.d. var sú hugmynd að jörðin væri flöt ekki eins allsráðandi og margir halda. Langt aftur í fornöld vissu menn t.d. að jörðin er kúla og höfðu jafnvel reiknað ummál hennar. Íslenskir miðaldamenn vissu að jörðin var kúla. Flest gögn og líkur hníga að því að sömu menn hafi jafnframt verið trúaðir, þó ekki endilega kristnir.

"Það getur hvaða smábarn sem er lesið þetta og sagt með fullri vissu: Já þetta eru lygar... og barnið getur spurt sig: ef þetta eru ekki lygar, hvað er þá guð... hann getur ekki verið neitt nema maður."

Þú virðist þekkja afar lítið til barna. Áttu kannski ekki börn eða sinnirðu þeim ekki? Börn eru held ég mjög móttækileg fyrir ýmsu sem fullorðnir halda að þeim. En þau eru jafn misjöfn eins og þau eru mörg.

"... svona eins og alvöru guð myndi vilja í stað dýrkunar og dýrkunarhalla."

Gefum okkur að guð væri til. Ef svo væri, væri þá öruggt að þú værir vel upplýstur um eiginleika hans eða skoðanir? Ég tek fram að ég fullyrði ekki eitt né neitt um þessa tilvist sjálfur. En fullyrðingar þínar um hvað alvöru guð myndi vilja hljóma meira eins og eitthvað frá trúuðum manni frekar en öðrum...

Annars sýnist mér tilsvör þín nokkuð lituð af tilfinningahita...en maður skynjar svosem ekki vel tón gegnum netið.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 16:55

46 identicon

Ég hef oft gefið í hitt og þetta algerlega nafnlaust, segi engum frá... það er til að öðrum líði betur, ef þeim líður betur þá fíla ég mig sjálfvirkt betur, þarf ekkert að stæra mig af því

Ég á 2 börn...meðalbarnið sér að þetta er ævintýr mjög snemma.. nema það sé algerlega heilaþvegið með þessu.
Það væri næsta víst að ef ég þrumaði yfir börnin mín einhverjum súpergeimgaldrakarlasögum með harðri hendi, að þá yrðu þeir eins og krakkarnir hans Flanders í The Simpsons... ég bara vill ekki gera börnunum mínum slíkt, ala þau upp á bronsaldarhjátrú og einræðisherra í geimnum

Ég veit það eitt að þeir sem þurfa sitt siðgæði úr einhverjum súperpabbasögum, loforð og ógnir... eru með falskt siðgæði, siðgæði þeirra er það falskt að þeir neita að horfa á allar hörmungrnar sem meintur guð stendur fyrir.
Maður sér ykkur labba um með væmnisbros og yfirborðkennda kærleiksþvælu einhverja um hversu rosalega góður guð sé... Ég meina Hitler var skárri krakkar, stundum held ég að þið hafið aldrei lesið biblíu, og það litla sem þið lásuð skiljið þið ekki nema í einhverju sjálfselskuljósi hins endalausa lúxuslífs.
Restina takið þið inn frá Gunnari á krossinum... eða whatever.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 18:07

47 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DoctorE reit;

það er til að öðrum líði betur, ef þeim líður betur þá fíla ég mig sjálfvirkt betur,...

 Að þessu leiti er þá enginn munur á þér og þeim sem vilja breyta rétt til þess að þeim líði betur "sjálfvirkt" vegna þess að þeir létu öðrum líða betur. Hversvegna ertu þá alltaf að agnúast út í trúaða og gefa í skin að hvatir þeirra séu algjörlega eigingjarnar þegar það er engin munur á þeim og þér þegar kemur að ástæðu vera þeirra? Þú ert "sjálfvirkt" verðlaunaður fyrir góðverk þín með góðri líðan,þeir eru "sjálfvirkt" verðlaunaðir með góðri líðan nú og einnig í himnaríki samkvæmt trú sinni. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.5.2009 kl. 23:40

48 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er DoctorE að halda því fram að trúleysi sé forsenda siðferðis?  Að trúlausir séu sjálfkrafa betra fólk?

Nei Svanur, það er séra Svavar sem er í þeim gírnum.

Matthías Ásgeirsson, 28.5.2009 kl. 08:42

49 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jú Matthías, það er DrE að gera.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2009 kl. 09:47

50 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nei Svanur, hann er að bregðast við ákveðnum skrifum séra Svavars, sem reglulega gefur í skyn að trú sé forsenda siðferðis.

Matthías Ásgeirsson, 28.5.2009 kl. 10:04

51 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Auðvitað er hann að bregðst við skrifum Svavars. "Svavar ætti að taka sig til og rífa sig frá þessu, henda hempunni og koma til að berjast fyrir alvöru hlutum... "

Augjóslega trúir DrE. að trúleysi geri menn betri.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2009 kl. 10:22

52 Smámynd: Mofi

Svavar, takk fyrir góða færslu!

Matthías, af hverju tekur þú þessi ekki sem góðu hrósi?  Vantrú er merkilega öflugt að koma fram sínum skoðunum ( að mínu mati boða ykkar trú ) og gerið það án ríkisstyrkja og án peninga frá útrásar víkingum.

Mofi, 28.5.2009 kl. 10:39

53 identicon

Ég er að segja að góður maður getur bara verið betri ef hann gerir góða hluti án þess að vænta verðlauna... thats all.
Biblía og flest trúarrit ganga út á þann trúaða, sá trúaði gerir sér ekki grein fyrir því að hann er að tilbiðja sjálfan sig.

Mofi að trúa ekki á Harry Potter... er það trú?

DoctorE (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 14:21

54 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

En þeir sem segjast ekki trúa á neitt nema mátt sinn og megin DrE?

Það sem ég er að reyna að fiska eftir hver munurinn sé á þeim sem gerir eitthvað af því að hann álítur það sér og öðrum fyrir bestu og þeim sem gerir það án þess að vænta verðlauna ef slíkt er þá til.

Jafnvel hörðustu þróunarinnar segja að sjálfselskugenið sé til staðar og það sé fyrst og fremst sjálfsbjargarviðleitni mannsins sem fái hann til að gera öðrum gott.

Ég sé ekki hvernig þú kemst fram hjá sjálfselskunni í þessari jöfnu DoctorE.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2009 kl. 15:07

55 identicon

Ég hjálpaði í gær strák sem varð á vegi mínum, hann hafði dottið af hjóli og meitt sig, ég lagaði hjólið hans og kvaddi hann svo.

Ég er trúlaus.

Af hverju hélt ég ekki bara áfram ég lét strákinn eiga sig?

Út af sjálfselsku segir Svanur. hmmmm...?

Kási (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 15:45

56 Smámynd: DanTh

Svavar, það er hrein snilld hvernig þér tekst að fá alla trúleysingja landsins til að kommentera á skrif þín.  Þeir sogast að þeim eins  skítaflugur á mykjuhaug.

DanTh, 28.5.2009 kl. 15:56

57 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvers vegna svarar þú ekki spurningunni sjálfur Kási. Þú hlýtur að vera best í stakk búinn til þess.

Ég ef aldrei haldið því fram sjálfur að allt sem fólk geri sé vegna sjálfselsku. Ég var aðeins að benda Doctornum á að það sem hann segir að sé ástæða þess að trúaðir geri góðverk þ.e. sjálfselska, er sama ástæðan og þróunarsinnar segja að sé frumhvöt svo kallaðra góðverka þótt að ágóðinn af því sé kannski ekki augljós eða skýrt skilgreindur í hvert sinn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.5.2009 kl. 16:35

58 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Var ekki búið að sanna að jafnvel primatar hefðu meðaumkun?

Hólmfríður Pétursdóttir, 28.5.2009 kl. 16:47

59 identicon

Góð grein hjá þér Svavar.

Það er sannarlega rétt að maðurinn er andleg vera í jarðneskum líkamaÉg þarf ekki að "þreifa á né sjá" til að trúa því.  Það er svo ótalmargt sem fylgir jarðneskum líkama sem ég fæ ekki séð með augum hans né þreifað á með höndum hans.  Allar hugsanir mínar fæ ég ekki séð og það sem ég skapa í huga mér fæ ég aðeins séð ef ég færi það í "fast form" (jarðneskt).  Allar þær tilfinningar sem flæða um mig hvern dag fæ ég ekki séð, ég fæ aðeins séð það sem þær ná að "skapa í "umhverfi mínu".  Ég fæ sem sagt ekki séð það "andlega" í mínum jarðneska líkama en veit þó að sálin er "uppsprettan" og þegar jarðneski líkaminn hrörnar og deyr, þá yfirgefur sálin líkamann.    Það er alveg sama hvort menn trúa þessu eða "trúa ekki", við erum öll andlegar verur í jarðneskum líkama sköpuð af Guði.

Skrifaðu fleiri ámóta greinar, þú gerir "trúleysingjum" bara gott með því.    

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 17:01

60 identicon

Það er munur á hóflegri  & náttúrulegri sjálfselsku,  og sjálfselsku sem trú byggir á...
Náttúruleg sjálfselska er líkast til í hverju sem er, kemur kannski út sem: Minn hagur er þinn hagur.
Yfirnáttúruleg sjálfselska er allt önnur ella, hún gengur út á: Ég drep þig ef þú dýrkar ekki bókina mína, allir verða að dýrka bókina sem ég dýrka...


DanTh kemst réttilega að orði, trú er mykjuhaugur, skítalykt mikil

DoctorE (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 17:12

61 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Mér finnst óþarfi að líkja Svavari við mykjuhaug þó það sé skítafýla af sumu sem hann skrifar.   Sérstaklega þessa dagana.

Matthías Ásgeirsson, 28.5.2009 kl. 17:24

62 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Svavar, mér finnst þessi mynd sem þú sendir inn með þessarri færslu sennilega nákvæmlega jafn falleg og þér.  En ég er trúleysingi.

Theódór Gunnarsson, 29.5.2009 kl. 00:14

63 identicon

Við erum náttúrulegar verur, að segja að við séum andlegar verur er að segja að við séum ekki það sem við erum, svoleiðis getur aldrei endað vel.
Það getur heldur ekki endað vel að trúa öllu sem menn lesa, og þá sérstaklega að trúa einhverju sem mútur og ógnir eru á bakvið

DoctorE (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband