Leit og trú

kjarni

Ég hef verið að fletta ágætu riti míns gamla kennara, dr. Einars Sigurbjörnssonar. Það nefnist Credo. Kristin trúfræði (Reykjavík 1989).

Í síðustu bloggfærslu talaði ég um að grátur barns birti trú. Þá trú að einhver sé til sem geti annast barnið.

Er dr. Einar ekki að fjalla um trúna á svipuðum nótum í ofangreindu riti?

Þar segir hann m. a.:

Þeir sem afneita gildi spurninga um merkingu og tilgang eru fyrirfram vantrúaðir á, að hægt sé að finna svör við þeim og afgreiða því slíkar spurningar sem markleysu. Hinir sem aftur á móti telja unnt og jafnvel skylt að leita svara við þeim spurningum, gera það í trú á, að það sé unnt að fá svar við þeim. (Bls. 40)

Spurning hlýtur alltaf að vera borin fram í þeirri trú að hún eigi sér svar.

Trúin er því ákveðin "frumkennd" eins og dr. Einar orðar það. Allir trúa einhverju. Líka þeir sem telja sig trúlausa.

Það er ekki rétt sem sumir halda fram að trúaður maður geti hætt að spyrja. Hann þurfi ekki að efast.

Aðeins trúlausir menn sjái ástæðu til að spyrja og velta hlutunum fyrir sér - eins og stundum er gefið í skyn.

Sá sem spyr og hlýtur þvert á móti að trúa. Sá sem er leitandi gerir það í trú. Hann trúir því að leitin geti borið árangur. Hann trúir því að hann geti fundið.

Dr. Einar orðar þetta þannig:

Og trú er að sínu leyti undirstaða þekkingar, því að sá sem leitar þekkingar verður að trúa því, að þekkingu sé auðið að finna. (Bls. 41)

Þessa dagana er ég á Reykjalundi í endurhæfingu. Þar er frábært að vera. Ég legg mikið á mig  enda fullur trúar á að mér geti farið fram.

Ég verð ekki við tölvu fram að næstu helgi.

Myndin er úr Kjarnaskógi en ég er heima um helgar. Þá fæ ég mér gjarnan labbitúr inni í Kjarna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Svavar,  það er ástæða til að óska þér til hamingju með að hafa komist að á Reykjalundi.

Ég vona að dvölin þar verði  þér góð.

Hólmfríður Pétursdóttir, 7.6.2009 kl. 17:44

2 identicon

Trú undirstaða þekkingar?????
Trú er vanþekking og sjálfselska, það er allt sem hún er

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband