Stjórnmálamennirnir bregðast þjóðinni

DSC_0406

Á sínum tíma þótti það tilræði við lýðræðið að hleypa fjölmiðlalögunum svonefndu ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Margir þeirra sem héldu því fram segja það núna tilræði við lýðræði að vilja fá þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Og bæta því við að Icesave-samningurinn eigi ekkert erindi í atkvæðagreiðslu þjóðarinnar.

Hún sé of vitlaus til að taka afstöðu í svoleiðis.

Við lifum á viðsjárverðum tímum.

Við horfum upp á þingmenn kúgaða til að taka afstöðu gegn eigin sannfæringu.

Við horfum upp á stjórnmálamenn panta sér þóknanlega afgreiðslu embættismanna.

Við horfum upp á stjórnmálaflokka svíkja kjósendur sína.

Þessa dagana eru stjórnmálamenn að vísu ekki í öfundsverðu hlutverki.

Ég verð samt að viðurkenna að samúð mín með þeim fer ört minnkandi.

Mér finnst þeir vera að bregðast þjóðinni.

Aldrei hefur verið meiri þörf á að þeir snúi bökum saman en núna. Aldrei hefur þjóðin haft meiri þörf fyrir sameiginlegt og samstillt átak þeirra.

Þess í stað gefa stjórnmálamennir þjóðinni langt nef.

Treysta henni ekki. Halda upplýsingum leyndum. Stinga skýrslum undir stóla og skrökva að fólki.

Og virðast gera allt sem þeir geta til að sundra þjóðinni.

Bara ef þeir geta náð sínu fram.

Myndin: Þessi burnirót (ég vona að ég greini jurtina rétt) vex á gamla bænum á Þverá í Laxárdal. Bærinn er í mjög góðu ástandi og alltaf jafn snyrtilegt að koma heim að Þverá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þjóð sem í hátíðaræðum er talin bæði vel menntuð og úrræðagóð getur vel tekið afstöðu til flókinna mála.

Þingmenn sem þessi þjóð kaus yfir sig, virðist ekki geta unnið saman og gleymt sérhagsmunum flokka á þessum dæmalaust alvarlegu tímum.

Af hverju má ekki skilja að umræðu og lausn Icesave annars vegar og umræður um umsókn um aðild að ESB hins vegar? Mér er óskiljanlegt af hverju er verið að grauta þessu tvennu saman á Þingi.

 Hvers vegna er verið að reka á eftir þessum málum þegar alltaf eru að koma fram ný skjöl og upplýsingar sem ekki voru lögð fram í upphafi.?

Segið mér hvað liggur á?

Hólmfríður Pétursdóttir, 15.7.2009 kl. 13:38

2 identicon

Thakka pistilinn.

Eg var ad senda ther sma bref um Burnirotina a gmailid thitt, eg veit ekki hvad thu skodar thad oft.

Bestu kvedjur

Islendingur (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 18:12

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fylgið hríðfellur hjá Samfylkingunni sjá: www.gallup.is

Sigurður Þórðarson, 16.7.2009 kl. 06:13

4 Smámynd: Púkinn

Þjóðin er reyndar upp til hópa vitlaus .... sem sést best á því hverja hún kaus á þing

Púkinn, 16.7.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband