Þokkalega sverar áhyggjur

Maður_veiðir_við_foss

Um þessar mundir eru margir áhyggjufullir.

Lítill vandi er að útmála fyrir fólki að ekkert þýði að hafa áhyggjur. Þær bæti ekki ástandið. Geri bara illt verra.

Um það er léttara að tala en í að komast.

Að hafa áhyggjur er ekkert til að skammast sín fyrir.

Sá sem kemur inn samviskubiti hjá fólki fyrir það að hafa áhyggjur hefur aðeins aukið við áhyggjur þess.

Upp frá því hefur það í ofanálag áhyggjur af því að hafa áhyggjur.

Þá er nú skárra að hafa áhyggjur af því að vera áhyggjulaus. Áhyggjurnar tryggja ákveðna árvekni. Að því leyti geta þær verið af hinu góða. Sumir halda því fram að óhóflegt áhyggjuleysi hafi orðið þess valdandi að við flutum fram af þverhnípi kreppunnar.

Hafðu því endilega þokkalega sverar áhyggjur.

En ef þú getur ekki rætt áhyggjur þínar við nokkurn mann, ef þær brjóta þig niður og stela algjörlega frá þér lífsgleðinni, sjúga úr þér kraftinn og ekki líður mínúta án þess að þær víbri inni í þér, þá er í óefni komið.

Þá hefur þú ekki lengur áhyggjur heldur þær þig.

Myndin: Veiðisvæðið Barnafell í Skjálfandafljóti. Þar veiddi ég minn fyrsta lax. Vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem sjá veiðimanninn. Veiði er mjög afstressandi en samt hefur maður sífelldar áhyggjur af því að fá ekki fisk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veidimadurinn er haegra megin a myndinni og stendur thar a steini.

Kvedja

Islendingur (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 01:48

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Veiðimaðurinn blasir við. Á grænni treyju. Þú skalt aldrei hafa áhyggjur af að fá ekki fisk. Vertu afslappaður og trúðu því að þú setjir í hann. Þolinmæðin er líka gulls ígildi í veiðinni. Hefur gefið mér marga fiska um mína lífsins gengnu daga. Pistlar þínir eru flestir góðir. Kveðja frá Selfossi.

Sigurður Sveinsson, 20.8.2009 kl. 08:08

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þessi er með þeim betri. Hann létti allavega af mér nokkrum áhyggjum dagsins

Steinn Hafliðason, 20.8.2009 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband