Ítalía fyrir börn

Í færslum mínum hér vegna Ítalíuferðar okkar í sumar hefur ekki komið fram að auðvitað eru börn í hópi ferðalanga, hvorki fleiri né færri en 8 stykki. Sólarhótelið okkar er ákjósanlegt fyrir þau yngstu. Örstutt er í aðgrunnan sjóinn og jafnvel má fylgjast með börnunum busla þar af verönd og herbergissvölum.

Margir sögulega merkilegir staðir eru í þægilegu ökufæri frá hótelinu en þaðan er líka stutt í skemmtun fyrir börn á öllum aldri. Innan við klukkutíma tekur að keyra til:

Parco Zoo Falconara - myndarlegur dýragarður.

Parco le Navi - sædýrasafn (akvaríum) í borginni Cattolica.

Aquafan - hinn æsilegi sundlaugargarður í Riccione.

Delfinario Rimini - frægur höfrungagarður í Rimini, eini staðurinn á Ítalíu þar sem boðið er upp á meðferð fyrir einhverf börn með aðstoð höfrunga (tekið fram af því að tveir einhverfukennarar eru með í för).

Italia in MiniaturaItalia in Miniatura - einskonar Legoland Ítalíu. Þar eru til dæmis Feneyjar í stærðinni 1:5.

Casa delle Farfalle & Co - glæsilegt fiðrildasafn og fleira skemmtilegt.

Parco Oltremare - nýr og flottur fræðslu- og skemmtigarður um sjávardýr og höf heimsins.

Atlantica Park - ótrúlegur sundlaugargarður.

Hálfan annan tíma tekur svo að aka í Mirabilandia, einn stærsta skemmtigarð á Ítalíu og hina rómuðu vatnaparadís Aquajoss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Dingalingalingaling... hringja svona bjöllur í hausnum á mér þegar minnst er á einhverfu. Ég er forvitin um höfrungagarðinn. Og reyndar líka um kennarana sem þú ætlar að eyða með tíma á Ítalíu. Einhver leið fyrir mig að afla upplýsinga?

Jóna Á. Gísladóttir, 13.5.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Það eru hæg heimatökin, Jóna mín. Konan mín stjórnar deild fyrir einhverf börn í Síðuskóla á Akureyri og tvær samstarfskonur hennar þar verða með í för. Ég er viss um að þær hafa hug á að kynna sér höfrungagarðinn enda er þetta mjög forvitnilegt. Ef til vill ættir þú bara að skella þér með? Póstfang minnar kæru er dis@akmennt.is

Svavar Alfreð Jónsson, 13.5.2007 kl. 18:21

3 identicon

Nú er maður orðinn forvitinn varðandi þetta ferðalag. Er þetta hópferð sem þið eruð að fara í, í einhverjum ákveðnum tilgangi, eða bara skemmtiferð? Þetta hljómar allt saman svo spennandi, enda Ítalía afar spennandi áfangastaður :)

Þorgerður (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 01:03

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Sæl Þorgerður! Þetta er 18 manna hópferð. Ég hef líka kallað þetta safnaðarferð. Upphaflega var ætlunin að vera í rútu úti en vegna kostnaðar og samsetningar hópsins var ákveðið að taka bílaleigubíla. Þá getur hver haft það lag á ferðinni sem hann vill. Urmull af sögu- og trúarlega merkilegum stöðum er í námunda við hótelið okkar og hér á blogginu hef ég verið með örlitla fræðslu um þá. Hópurinn fer allur í dagsferð til Assisi og þar verður boðið upp á leiðsögn heimamanns. Einnig fræddi bróðir Davíð Tencer, munkur á Kollaleiru, okkur um heilagan Frans eina kvöldstund í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju nýlega. Menn eru þegar byrjaðir að ræða um næstu safnaðarferð og þér kann að þykja það áhugavert að stefnan er sett á Coventry á Englandi. Akureyrarkirkja hefur mjög ákveðin tengsl við dómkirkjuna þar í borg og þar er unnið einstakt sáttastarf á heimsvísu.

Svavar Alfreð Jónsson, 14.5.2007 kl. 08:33

5 identicon

Coventry er alls ekki langt frá Nottingham, þar sem ég er, og upphaflega ætlaði ég að fara þangað :) En þetta hljómar rosalega spennandi og verður örugglega ógleymanleg þessi Ítalíuferð. Spennandi að vita hvort Coventry verður næsti áfangastaður :)

Þorgerður (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband