Grillblæjurnar blakta

barbeque_grill[1]Haustið er tími grillblæjunnar. Gasgrill Íslendinga standa nú vel dúðuð á pöllum og svölum og bjóða frosthörkum og norðanhríð byrginn.

Nýlega las ég grein um útigrill eftir ástralskan félagsfræðing. Þegar hann var strákur voru útigrill oftast hlaðin úr múrsteinum, einföld tæki, en dugðu vel til brúks síns. Á þeim tímum var félagsleg athöfn að grilla. Ástralinn minntist þess að þegar kolareykurinn fór að stíga upp af grillinu í garðinum komu nágrannarnir kjagandi með eitthvað til að leggja á ristina, meðlæti og drykki. Grillið safnaði fólki saman. Það var samfélagsmyndandi að grilla.

Nú er öldin önnur, segir þessi andfætlingur okkar. Með hverju sumrinu gerast grillin flottari. Þau eru ekki úr steinum heldur stáli. Ganga fyrir gasi. Hafa þrefaldan brennara. Með upphitunarhellu og skáp fyrir alls konar grillgræjur.

Nú eru grillin ekki samfélagsmyndandi heldur sundrandi. Allir keppast við að eiga flottara grill en það sem stendur í garði nágrannans.

Og jafnvel þótt nágrannanum dytti í hug að láta sjá sig við grillið okkar með kjötsneið, salat og bjórdós eru garðarnir nú á dögum víggirtir himinháum skjólveggjum sem enginn kemst yfir nema reykurinn af fullkomnustu útigrillum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Gat ekki annað en brosað :)

Eydís Hentze Pétursdóttir, 19.9.2007 kl. 13:22

2 identicon

True

Bjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 15:43

3 Smámynd: krossgata

Man ekki til þess að þessi skemmtilega menning hafi náð að festa rætur hér, þ.e. að einhver fýri upp í grilli og nágrannarnir safnist til að vera með.  Hef trú á að veðurfarið hafi mikið með það að gera.

krossgata, 19.9.2007 kl. 18:31

4 Smámynd: Halldór Pétursson

Tja, granninn kemur alltaf að spjalla þegar ég grilla og fær stundum smakk. Sérstaklega börgnin. Svo þetta félagslegt hjá mér.

Ég er sennilega með samfélagslega réttháan skjólvegg.......

Halldór Pétursson, 19.9.2007 kl. 20:30

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha OMG (má segja svoleiðis hjá þér?) þetta er svo sönn lýsing. það eru allir svo privat eitthvað nú til dags.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2007 kl. 17:43

6 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Innlitskvitt...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 20.9.2007 kl. 21:25

7 Smámynd: Ásta María H Jensen

Það er ekki spurning að það er ekki mikill félagshyggja í íslendingum.  Kannski sumum, en ég sæi mig í anda með steikina mína og krakkastrolluna ef nágrannin færi að kveikja á grillinu.

Ásta María H Jensen, 24.9.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband