Moska í Reykjavík

Ég veit ekki hvaða hagsmunum það þjónar að stilla upp öllu múhameðstrúarfólki sem mögulegum terroristum. Sannleikurinn er sá að sennilega eru allir mögulegir hryðjuverkamenn, hverrar trúar sem þeir eru og jafnvel þótt þeir séu trúlausir. Ofbeldismennirnir eru alls staðar og ef til vill styttra í hann í okkur sjálfum en okkur finnst þægilegt að kannast við.

Hinu skulum við ekki gleyma að það er líka gott fólk alls staðar.

Í bókinni The Rigtheous. The Unsung Heroes of the Holocaust eftir breska sagnfræðinginn Martin Gilbert er falleg saga.

logmalidGríska eyjan Ródos komst undir yfirráð nasista og þurftu gyðingarnir þar að þola miklar hörmungar. Þegar ljóst var í hvað stefndi fór ímaminn á Ródos á fund rabbínans og bauðst til að grafa helgirit gyðinga, lögmálsrollurnar, í garði moskunnar sinnar. Rabbíninn þáði boðið og fékk þær síðan óskemmdar eftir stríð.

Trúfrelsi er ekki bara fólgið í því að mega trúa því sem maður vill. Trúfrelsi er líka það að geta iðkað trú sína, mega eiga sér helga gripi og hafa leyfi til að búa þeim sómasamlegt umhverfi.

Þeir sem vilja tilbiðja almættið í mosku eiga að fá að gera það.

Þeir eiga ekki að þurfa að geyma helgigripi sína í íslenskum kirkjugörðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Margir hafa haft á orði að "múslimar" væru hreinlega "hættulegir" vestrænum samfélögum, þessu er ég að mörgu leyti sammála og nefni máli mínu til stuðnings hvernig er tekið á móti múhameðstrúarfólki hér á vesturlöndum.  Þessu fólki er ekki ætlað að samlagast því samfélagi, sem það flytur til, heldur eiga þeir sem eru fyrir í því samfélagi að aðlagast þeirra siðum og þjóðfélagsháttum.  Gott dæmi um þetta er Svíþjóð, en frá því að Írakstríðið hófst hafa Svíar tekið á móti 100.000 flóttamönnum frá Írak, um þetta er ekki nema gott eitt að segja og mættu fleiri ríki fylgja fordæmi þeirra (svo sem Bandaríkjamenn).  En það fylgir böggull skammrifi: Svíar leggja svo mikið á sig við að gera þessum flóttamönnum til hæfis að t.d til að styggja ekki múslimana eru margir skólar í Svíþjóð búnir að taka svínakjöt af matseðlinum og það er verið að endurskrifa nokkrar námsbækur svo þær séu múslimum þóknanlegar. Hvað næst?  Ekki er það ætlunin að skella allri skuldinni á múslima að sjálfsögðu er sökin að nokkru leiti okkar vesturlandabúa, að við sýnum þessu liði ekki nokkurt umburðarlyndi, þannig að ef þeir flytja á okkar menningarsvæði verða þeir bara að taka upp okkar lífshætti og aðlagast okkar þjóðfélag, ég veit ekki til að neinn afsláttur sé gefinn í þeirra löndum ef vesturlandabúi flytur til þeirra landa.  Í framtíðinni vil ég geta farið í Bónus og verslað skinku og hamborgarahrygg í Fjarðarkaupum.

Jóhann Elíasson, 20.9.2007 kl. 23:41

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að uppgangur Íslam í Evrópu sé vegna sinnuleysis almennings um kristna trú og kristileg gildi.

Theódór Norðkvist, 20.9.2007 kl. 23:42

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Gott og umhugsunarvert hjá þér Svavar!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 21.9.2007 kl. 01:17

4 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Heyrðu Svavar, mig rámar eitthvað í sögur af einhverjum manni sem sagði svo oft: Friður sé með yður (þér). Dettur einna helst í hug að hann gæti hafa átt við það, að það væri vel til fallið að við findum fyrir þessum - frið - innra með okkur sjálfum. Þannig gætum við speglað okkar eigins frið til annarra, burtséð frá öllum trúarbrögðum.

Gæti verið einhver glæta í þessum skilningi?

Vilborg Eggertsdóttir, 21.9.2007 kl. 02:40

5 identicon

Öll trúfélög og trúlausir eiga að vera undir sama hatti og hlýta sömu reglum.
 Engin á að fá neina sérmeðferð eins og td þjóðkirkjan sem er í dag stofnun innan ríkis og prestar eru bara embættismenn, það sjá allir að slíkt er slæmt fyrir alla einnig þjóðkirkjuna sjálfa.
Það er kannski fyrsta stigið að trúaðir jafnt og trúfrjálsir reki sig sjálfir án nokkurrar íhlutunar frá ríki.
En gott mál að þú virðir rétt múslíma 

DoctorE (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 08:58

6 identicon

Sæll Svavar! Ég les oft bloggið þitt og  finnst það bara frábært. Mér finnst að múslimar eigi að fá að reisa sér mosku og iðka sína trú í friði. Í öllum trúarbrögðum eru öfgamenn og á þeim verður að taka með öðrum hætti. Við viljum að allir sem hingað flytja verði "Íslendingar" umsvifalaust og láti af sinni menningu, en á sama tíma finnst okkur frábært hvað Íslendingar í Kanada eru tryggir og trúir sínum uppruna og fyrirmenn héðan flykkjast á Íslendingadaginn. Já, lítum okkur nær!  Kveðja, Gógó.

Þorgerður Gísladóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 09:03

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fagna þínu opna viðhorfi Svavar.  Auðvitað eiga allir að geta iðkað sinn átrúnað og hví ekki Múslimar eins og Ásatrúarfólk t.d?  Andfélagslegir þættir Múhameðstrúarmanna, sem fólk hræðist og fordæmir eru orðum auknir og ávextir viljandi andófs og áróðurs.  Allstaðar eru öfgar og fanatík, ekki síst í Kristnum samfélögum.  Við vitnum bara ekki eins í ofstæki okkar fólks eins og hinna.

Það er fullkomin samsvörun milli Kóransins og Biblíunnar og markmið beggja rita þau sömu, að efla kærleik og hófstillingu meðal manna.  Margt höfum við jú kosið að leiða hjá okkur í okkar heilögu ritningu, sem þykir ekki samræmast nútíma samfélagsháttum.  Þessa staði má einnig finna í Kóraninum og er misjafnt hvað menn vilja taka það bókstaflega.

Öfgarnir eru ekki í trúnni heldur því að blanda pólitík og trúarbrögðum saman.  Áreiti og afskipti Bandamanna í miðausturlöndum hafa vakið af sér öfgahreyfingar og megum við axla eitthvað af þeirri ábyrgð. Khomeni var sá fyrsti, sem spratt upp í Íran og sagði: "Islam and politics are the same. Without politics, Islam is nothing."  Virðist mönnum að hér sé andlegur leiðtogi á ferð?

Það er vakning meðal Múslima og mikil fordæming ýmissa siða og gjörða, sem menn hafa í nafni Spámannsins. Morð og sjálfsmorð eru ekki samboðin Kóraninum t.d.  Hér á blogginu er athyglisverður Íslenskur piltur að nafni Haukur, sem býr í Saudi og er Múslimi.  Það er fróðlegt að eiga við hann orðastað og lesa greinar hans.

Það er skylda okkar að fræðast um þessa hluti, því fáfræðin á báða bóga er það sem elur af sér fordæminguna.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2007 kl. 10:12

8 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Góður að vanda Svavar.  Blogg í anda réttlætis og víðsýni. 

Guðmundur Örn Jónsson, 21.9.2007 kl. 11:01

9 Smámynd: Upprétti Apinn

Það voru ekki allir Nasistar virkir eða mögulegir þáttakendur í útrýmingaherferðunum, né voru allir Stalínistar mögulegir þáttakendur í gúlögunum, eða Maóistar mögulegir þáttakendur í menningabyltingunni.

Svona mætti lengi telja. 

Upprétti Apinn, 21.9.2007 kl. 12:53

10 Smámynd: Sveitavargur

Tja, það þarf nú varla gáfnaljós til að sjá að ef allir 1.2 milljarðar múslima væru mögulegir hryðjuverkamenn væri töluvert meira um slíkar árásir.

Segir meira um gáfnafar okkar...

Sveitavargur, 21.9.2007 kl. 15:31

11 identicon

Að iðka trú sína er gott mál.  En konur múslíma fá ekki að iðka trú sína í moskunni. Þangað hafa bara karlmenn og drengir leyfi til að koma.  Þetta er argasta ójafnrétti og ætti ekki að líðast á Íslandi.

Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:41

12 identicon

Réttindi trúaðra enda þar sem þau gildi stangast á við almenn mannréttindi, svo einfalt er það. Afstæðishyggja í þeim málum á ekki að líðast. Fyrir utan það á hver og einn að vera frjáls til þess að stunda sinn átrúnað og eiga lög ríkisins að tryggja að svo sé.

Eins á ríkið ekki að hygla einum trúarbrögðum umfram önnur. Það er gert á Íslandi og því búum við ekki við trúfrelsi  (þurfti að láta þennan punkt fljóta með þó hann tengist ekki umræðunni).

Bjarki Þór Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 17:35

13 Smámynd: krossgata

Ef það ríkir trúfrelsi í landinu, þá já.  Annars ekki.

krossgata, 21.9.2007 kl. 20:53

14 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Upplag Muslíma er ekki vesturlandbúum að kenna. Þeir eru svona heima hjá sér í öllum múslímaríkjum. Ég er ekki að segja að þetta séu vondir menn en engin tolleranc fyrir öðru en trú sinni. Þeir leifa engum að byggja kirkjur né trúarleg mannvirki í sínum löndum. Það er engin velkomin sem boðar kristna trú. Ég er búinn að vera þarna í flestum þeirra ríkjum.

Valdimar Samúelsson, 21.9.2007 kl. 21:25

15 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég skil ekki orðalagið "... í þeirra eigin löndum" í innleggi Valdimars Samúelssonar.  Múslimar á Íslandi eru það í sínu eigin landi - Íslandi.  Ég hef ekki heyrt neinn íslenskan fylgjanda Islam krefjast þess að bannað verði að byggja kristna kirkju á Íslandi.

Ísland er land okkar allra, hvort sem við erum kristnir, múslimar, búddistar eða bahá´íar.  Það er að mínu mati fráleitt, og andstætt stjórnarskrá, að koma í veg fyrir að trúfélög geti byggt sér tilbeiðsluhús.

Hreiðar Eiríksson, 24.9.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband