≤ nóg

Ég elska það sem er minna en nóg.

Ég hefði ekki ástæðu til að vona væri ég fullkomlega ánægður með allt og alla.

Ekki hefði ég neins að spyrja vissi ég öll svör.

Ég gæti lagt árar í bát ef ég væri algjörlega sáttur og hefði fundið hamingjuna.

Trúlaus væri ég fengi ég ekki að efast.

Lifi ófullnægjan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þetta satt og rétt.

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 21:28

2 Smámynd: krossgata

Upp að vissu marki... þar til mikið vill meira.

krossgata, 30.9.2007 kl. 21:46

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir þetta...sérstaklega þetta um efann... sem á það til að narta..takk fyrir

Guðni Már Henningsson, 30.9.2007 kl. 22:09

4 identicon

Efinn nagar en vissan er systir hans sem vinnur á:

To be or not to be, that is the question;
Whether 'tis nobler in the mind to suffer
The slings and arrows of outrageous fortune,
Or to take arms against a sea of troubles,....

William Shakespeare

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 09:38

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

... and by opposing end them. To die, to sleep. Perchance to dream.

Annars finnst mér þetta ekki mikið "ljóð", hvernig líst þér á þessa útgáfu, Svavar?

Ég elska það sem uppá vantar, ánægjulaus sprettur vonin ný.
Því vissi ég allt ég varla spyrði, væri ég sáttur ég sjálfsagt þyrði
að skera minn háls af tómri gleði, efalaus trúlaus eins og sleði
graður og gæt'ekkert gert í því.

Brynjólfur Þorvarðsson, 2.10.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband