Gamlar sögur

Sumir halda því fram að Biblían sé ekkert nema gamlar sögur sem gerðust fyrir löngu og ómögulegt sé að sanna að hafi gerst.

Sumir biðja um staðreyndir, takk fyrir. Fréttir af raunverulegu fólki og raunverulegum atburðum.

Verði þeim að góðu.

Stundum erum við svo hrædd um að missa af því sem skiptir máli að við missum akkúrat af engu nema því sem skiptir máli.

Biblían hefur ótalmargt að geyma sem skiptir máli og flest af því er sett fram í sögum. Oftar en einu sinni er um það talað í Nýja testamentinu að Jesús hafi talað til lærisveina sinna í sögum og m. a. s. sagt að öðruvísi hafi hann ekki til þeirra talað.

Í okkar samfélagi virðumst við á margan hátt hafa glatað hæfileikanum til að hlusta á sögur. Þeim virðist fara fjölgandi sem leggja að jöfnu gamla sögu og gamla lygi.

Jesús var sagnameistari eða "storyteller". Hann gerði sér grein fyrir mætti sögunnar. Hann þekkti hvað sagan getur verið nærgöngul. Við getum sett okkur inn í sögu en erfiðara er að setja sig inn í línurit og tölur.

Og þegar öllu er á botninn hvolft er fátt raunverulegra en góð saga sem hreyfir við manni og snertir sálina.

Þegar ég lít til baka sé ég að sennilega hefur fátt mótað mig meira en sögurnar. Sögur sem sagðar voru um sérkennilegt fólk. Ævintýrin sem amma sagði mér. Biblíusögurnar í sunnudagaskólanum. Bækurnar sem ég las. Bíómyndirnar sem ég sá.

Vá! 

Ég þakka sögunum. Þær hafa borið mig hingað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Mikla speki er að finna í bókinni Biblían, en framferði þeirra sem tekið hafa sér vald til að túlka hana og ritskoða í gegn um aldirnar, hefur og mun kasta rýrð á boðskap hennar um ókomna tíð.

Misnotkun trúarvilja fólks er skelfilegur verknaður í öllum trúarbrögðum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.2.2008 kl. 13:59

2 identicon

Þú ert semsagt að segja að biblíusögurnar segi ekki af raunverulegu fólki og raunverulegum atburðum, sé svona eins og bíómyndir og ævintýri.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 15:48

3 Smámynd: Kreppumaður

Vel skrifuð saga ber alltaf með sér einhvern sannleikskorn hvort sem hún er bloggfærsla úr nútímanum eða helgirit skráð á papyrus.

Kreppumaður, 8.2.2008 kl. 16:53

4 identicon

Sælir spekingar.Sögur eru heimildir,mannkynssagan er heimild.Biblian er heimildir löngu fyrir okkar tíma.Íslendingasögur eru til dæmis okkar heimildir fyrir því hvernig hér var fyrr á öldum.Að líkja þessu við Harry Potter og teiknimyndasögur er ákaflega barnalegt og algjör rökleysa.Hins vegar þeim trúlausu til varnar býst maður ekki við neinu af viti þegar þeir fara að tjá sig um trúmál.Drottinn blessi ykkur. jobbi

jósep (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 20:57

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er á móti öllum sögum nema sönnum sögum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.2.2008 kl. 00:39

6 identicon

Náttúran og vísindin sanna það reyndar að þessar sögur séu skáldaðar.

Ég get ekki verið sammála því að þetta séu vel skrifaðar sögur. Þær eru heldur áróðurskenndar, leiðingjarnar og full blóðugar fyrir minn smekk.

Auðvitað er svo búið að ritskoða þetta rit margoft og snúa því fram og aftur svo kirkjan gæti haldið völdum. :)

Baldur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:24

7 Smámynd: Ingólfur

Ef Biblían eru bara skemmtilega dæmisögur að þá hlýtur þessi trú að vera frekar veik.

Það er vissulega fullt af skemmtilegum sögum sögum í Biblíunni og fullt af sögum með góðum boðskap. En það er líka fullt af sögum með slæmum boðskap. Og leiðinlegar sögur líka ef út í það er farið.

Getum við ekki alveg eins tekið upp trú á ævintýri H C Andersen. Það er mjög fallegur boðskapur í mörgum þeirra?

Ingólfur, 9.2.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband