Ekki gera ekki neitt

relative.jpgHeimurinn er ekki svarthvítur, samanstendur ekki af góðu fólki annars vegar og vondu fólki hins vegar og oft getur verið snúið að átta sig á því hvað sé gott og hvað sé slæmt.

Mörg verstu ódæði mannkynssögunnar hafa verið unnin í góðri trú, af fólki sem var sannfært um að það væri að gera rétt.

Þetta þýðir samt ekki að allt sé afstætt, ómögulegt sé að eiga sannfæringu og hugsjónir og vonlaust sé að reyna að láta gott af sér leiða; það gæti hugsanlega orðið til ills á endanum.

Þannig nýtur það vonda vafans.

Afstaðan sem við tökum gæti reynst röng. Þess vegna sé illskást að vera hlutlaus.

Eitt er þó alveg öruggt: Gjörðir okkar, orð, viðmót og hugsanir verða annað hvort til góðs eða ills.

Líka þær gjörðir sem aldrei urðu að veruleika og líka orðin sem aldrei voru sögð.

Við skulum gæta að því sem við segjum og gerum, en við skulum líka gaumgæfa það sem við ekki gerðum eða létum ósagt.

Og það að aðhafast ekkert, hafa enga skoðun og passa sig á því að sannfærast ekki um neitt, getur verið hin mesta synd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

"Mörg verstu ódæði mannkynssögunnar hafa verið unnin í góðri trú, af fólki sem var sannfært um að það væri að gera rétt."

Er þessi trú fólks þá ekki vond? 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Sagði ekki einhver að við ættum að þekkja þá af ávöxtunum?

Svavar Alfreð Jónsson, 5.3.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Oft vandrataður "hinn gullni meðalvegur" sagði afi minn heitinn iðulega við mig.  Var maður með stórt skap og mikinn húmor, og sá iðulega það skoplega við skapofsa sinn.  Og átti í framhaldi af því auðvelt með að "jafna málin" við fjölskyldu, vini og kunningja á eftir, ef stór orð höfði verið látin falla.  Sá ekki síður ástæðu til að jafna máli, þó að hann hefði haft rétt fyrir sér.  "Aldrei að geyma reiði til morguns, ef þú getur gert gott úr hlutunum í dag" kom stundum hjá honum.  Hvatti mig ætíð til "athafna og viðbragða", því ég sæi eftir því að þegja þunnu hljóði.  Hafði nú ekki alltaf hugrekki til að fara að ráðum afa, sem barn og unglingur, en reyni ætíð að hafa "jákvæðar athafnir og viðbrögð" við áreiti og daglegum samskiptum í dag.

   Fínn pistill.

Sigríður Sigurðardóttir, 5.3.2008 kl. 18:36

4 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka góð viðbrögð en sá að ég hafði gleymt að svara Ólafi. Ég tel hann á réttri leið. Bara spurning hvert.

Svavar Alfreð Jónsson, 5.3.2008 kl. 19:00

5 identicon

Falleg orð og frábær sem þín er von og vísa kæri vinur. Fer ríkari frá tölvunni í hvert skifti eftir að  hafa lesið pistlana þína. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband