Tækifæri kreppunnar

akureyrarkirkja2Þrengingum fylgir uppgjör. Þá er reynt að finna það sem úrskeiðis fór. Vítin kortlögð til að hægt sé að varast þau.

Kreppur kalla ekki einungis á uppgjör við fortíðina. Þjóðin verður að gera upp við sig hvernig framtíð hún vilji. Uppgjör kreppubarna er ekki síður við framtíð en fortíð.

Þar liggja tækifæri kreppunnar. Hún býður upp á að staldrað sé við. Láta ekki nægja að finna leiðirnar sem til hennar lágu heldur uppgötva nýjar út úr henni. Opna nýjar dyr, ryðja nýjar brautir, skapa nýtt samfélag og íhuga þau gildi sem við viljum reisa það á.

Næstu fimm mánudaga verða samverur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju undir yfirskriftinni Mánudagar gegn mæðu.

Á þeim verður rætt um stöðu þjóðarinnar og framtíðarhorfur.

Samverurnar hefjast kl. 20 með stuttu spjalli frummælanda. Eftir molasopa og tónlistarflutning svarar hann spurningum.

Margrét Blöndal stýrir fundunum.

Eftir þá er fyrirbænastund í kirkjunni fyrir þau sem vilja.

Fyrsta samveran er næsta mánudag 27. 10. Þar talar dr. Sigurður Kristinsson, heimspekingur og forseti hug- og félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri. Umræðuefnið er gamlar og góðar dyggðir.

Kammerkórinn Hymnodia syngur.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis enda gefa allir sem að samverunum koma vinnu sína.

Hér vil ég líka minna á Lögmannavaktina í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, ókeypis lögfræðiþjónustu. Þar er um að ræða framtak lögfræðinga sem leggja sitt af mörkum á erfiðum tímum. Lögmannavaktin er  kl. 17:30 - 19 alla mánudaga frá og með 27. 10. Tímapantanir í síma kirkjunnar, 4627700, virka daga kl. 9 - 13. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband