Að slá eign sinni á sól og tungl

ChristmasMusic[1]Nú er í tísku að saka kristna menn um að hafa stolið jólunum. Þeir hafi gert ævaforna sólstöðuhátíð að trúarhátíð og tileinkað hana fæðingu frelsara síns.

Engu er hægt að stela nema það hafi verið í eigu einhvers. Þeir sem kvarta undan því að jólunum hafi verið stolið hljóta því að telja þau sína réttu eign.

Því fer auðvitað fjarri að hátíðahöld séu uppfinning kristinna manna. Frá örófi alda hafa menn gert sér dagamun, gjarnan við árstíðaskipti og önnur tímamót í náttúrunni. Jól voru haldin hér á norðurslóðum löngu fyrir Krists burð þegar dagarnir fóru að lengjast og sólin að hækka á lofti. Sú tilhögun er miklu eldri en kristni.

En þó að kristnir menn hafi ekki byrjað á þeim sið að miða hátíðir við gang himintunglanna hlýtur þeim að leyfast það eins og öðrum.

Kristin jól eru miðuð við sólina en kristnir páskar við tunglið.

Eða telja einhverjir sig hafa einkarétt á sólinni og tunglinu?

Frá upphafi hefur söngur og hljóðfærasláttur fylgt kristnu helgihaldi.

Hefur kirkjan þar með stolið tónlistinni?

Kristnir menn syngja sálma og helgiljóð.

Og þeir halda jól þar sem þeir minnast fæðingar frelsara síns.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur einhver beðið kristna menn að hætta að halda þessa hátíð sína um svipað leyti og vetrarsólstöður? Ekki rekur mig minni til þess að hafa séð slíkt.

Á hinn bóginn hafa ýmsir viljað halda því til haga að margt varðandi tilhögun, tímasetningu og eðli þessarar kristnu hátíðar er undir sterkum áhrifum frá gömlum heiðnum sólstöðuhátíðum.

Á norræna málsvæðinu er meira að segja gamla og heiðna jóla-heitið notað, sem er afar óvenjulegt þar sem önnur kristin samfélög tala um Kristsmessu.

En þótt menn rifji upp þessar sögulegu staðreyndir felur það ekki í sér kröfu um að kristin kirkja endurraði í almanakinu hjá sér. Hins vegar getur það verið krikjunni hollt að hafa þetta í huga, t.d. næst þegar kirkjunnar menn amast við því að trúlausir "steli" fermingunni með því að standa fyrir "borgaralegum fermingum".

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 17:14

2 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þjófnaður hefur hingað til þótt óæskilegur í mannlegu samfélagi, Stefán.

Sá sem sakar annan um þjófnað hlýtur að ætlast til þess að þjófurinn hætti þjófnaðinum.

Eitt er að rifja upp "sögulegar staðreyndir" - annað að þjófkenna fólk.

Mér finnst ekki nema sjálfsagt að þau börn láti ferma sig borgaralega sem það kjósa. Manndómsvígslur allra handa hafa verið tíðkaðar löngu áður en kristnin kom til sögunnar.

Það er á hinn bóginn söguleg staðreynd að það er kristinn siður að nefna slíkt "konfirmasjón" - eins og það er kristinn siður að tala um Kristsmessu en ekki jól.

Svavar Alfreð Jónsson, 21.12.2008 kl. 17:27

3 identicon

Reyndar hafi æsirnir umráðarétt yfir bæði sól og tungli, svo sem sögur herma.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 18:08

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hættið þá að halda jól og fariði að tala um kristmessu!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.12.2008 kl. 18:13

5 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Nei, Hjalti Rúnar, þeir haldi kristin jól sem vilja eins og þeir ferma sig borgaralega sem það kjósa.

Gleðileg jól!

Svavar Alfreð Jónsson, 21.12.2008 kl. 18:16

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afskaplega eru þetta nú barnaleg skrif. Kannski viðeigandi á hátíðð barnanna. Hér býrð þú til argumentið sjálfur með óstuddri fullyrðingu og ræðst svo að. Er einhver óvinakreppa á ferð?

Ég hef ekki orðið var við þessa "tísku" sem þú nefnir né það að einhver sé að reyna að slá eign sinni á jólin eða að saka aðra um slíkt.  Menn hafa jú áratugum saman haft á orði að fátt hafi í raun breyst með þessi hátíðahöld við tilkomu kristni. Það er bara einföld staðreynd og það veistu. Hver hefur þjófkennt kristindóminn??

Það að önnur trúarbrögð og siðir hafi gert sér dagamun á þessum tímum hefur enfin áhrif á Jólin sem slík, hvað þá páska.  Páskarnir eru raunar gyðingleg hátíð sem fagna fjöldamorði almættisins á frumburðum í Egyptalandi og hlutdrægni hans í að sleppa eða hoppa framhjá Gyðingum  í því morðæði (pass over) Gyðingar þurftu raunar að sletta blóði á hurðir sínar svo guð vissi hvar hann ætti að gera undantekninguna. Hann var nú ekki meira alsjáandi en svo. 

Merkilegt er einnig að þessir meintu þrælar Egypta áttu sér hús og hurð og sauði. Hvað um það. Sú saga er öll uppspuni eins og þú veist, svo hversvegna að þrátta um það?  Já og hversvegna þrátta um Jólin, þar sem sú saga er einnig uppspuni, eins og þú veist líka.  

Það er órúlegt hvað þú ert upptekin af því að gera kristindóminn, þig og kirkju þína að píslarvætti og tala um árásir og ofsóknir. Er það einhver ný leið til að sækja sympatíu?

Jólin eru voru og verða hver sem persónuleg átylla manna fyrir þeim er. Hér á norðurlöndum kallast þetta Jól, sem þýðir veisla og er úr heiðnum sið, ekki kristsmessa eins og víða annarstaðar. Jól voru til fyrir kristnitöku og menn höfðu ekki einu sinni frir að breyta nafninu, þegar kristnin gerði þessa daga líka að sínum hátíðisdögum. (ekkert óeðlilegt)

Ég er þakklátur fyrir jólin. Þau minna á að nú tekur dag að lengja auk þess sem þau eru tími endurskoðunnar og endursetningar. Tími þar sem við ryfjum upp hvaðan við komum, hver við erum og hvert við stefnum. Þau eru í raun alger nauðsyn að mínu mati, hvert sem annað tilefni þeirra kann að vera.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 18:23

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo heldur náttúrlega engin því fram að neinn eigi einkarétt á tónlist og í raun má nefna að á tónlist og dansi voru miklar hömlur fyrir tilstilli kristninnar og eru enn ´þeir sem trúa því að slíkt sé af hinu illa. Öll gleði og léttúð var nánast bönnurð fram á 18 öld, ef þú rifjar það upp.  Það er miklu frekar vörumerki kristninnar og það megið þið eiga skuldlaust.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 18:27

8 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Jón, það eru ekki nema fjórir dagar síðan þetta var skrifað.

"Öll gleði og léttúð var nánast bönnurð fram á 18 öld, ef þú rifjar það upp."  

Svavar Alfreð Jónsson, 21.12.2008 kl. 18:32

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hin nýja sól var afkvæmi Almættisins og Aseru konu hans og merkilegt að sjá að til eru smástyttur frá um 1200-1000 fyrir krist af Aseru með barn, sem hefur geislabaug. Eingyðistrúin kom líklegast til upp úr mikilli kreppu, sem verður á þessum slóðum og fornleifafræðin sýnir ágætlega. Þar komu kananítar og aðrir þjóðflokkar saman og mynduðu Israelsþjóð og neyddust til að verða ásáttir um sameiginlegan guð El, til að eyða þrátti um fjölda hjáguða og smáguða.  Það eru ekki nokkur merki um að Exodus hafi átt sér stað eða að Ísraelsmenn hafi verið þrælar hjá Egyptum.

Allt eru þetta bara ævintýr, sem taka ber sem slík. Viðleitni hirðingjaþjóðar til að skapa sér sögu og sameiginlegan arf til sameiningar, rétt eins og við gerum með Íslendingasögurnar og ýkjusögur tengdar þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 18:42

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er sem ég segi Svavar minn. Ef þú leitar, þá getur þú fundið alskyns álit orð og skoðanir um þessa hluti og fátt jafn öruggt til að finna eitthvað meinlegt í garð ykkar en að leita á Vantrú.is.  Common, elsku drengurinn minn. Er þetta sem þú kallar tísku? Þú tíundar nákvæmlega sömu hluti í grein þinni. Það ert þú sem ert að prómótera þessi viðhorf.

Kristnin er jú ansi plássfreki á þessum tímamótum og engin tilviljun að þessi hátíð kristninnar er á þessum tíma. Hún var það alltaf eins og þú undirstrikar réttilega. Það eina sem kristnin gerði var að gera hana að sinni hátíð líka. Það er ekkert sem bendir sögulega til þess að hér sé fæðing frelsarans málið, enda stóð það aldrei til að láta líta svo út í upphafi. Hvað er málið?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 18:51

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Viltu virkilega að ég telji upp alla prestapistlana sem birtast fyrir þessi jól, þar sem því er haldið fram að það sem mestu máli skipti í jólahaldi sé fæðing Jesús - að án þess séu ekki alvöru jól?

Ég gæti þegar vísað á pistil djákna í Breiðholtsblaðinu og svo fréttabref Seljakirkju sem var að berast í hús.

Að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að allir haldi jól, hver með sínu sniði.  Kristnir geta fagnað fæðingu (sem þeir vita vel að ekki átti sér stað á þessum árstíma) og aðrir geta haldið sólstöðuhátíð og fagnað nýju ári.

Þú getur varla reynt að halda því fram að kirkjan sé ekki að reyna að halda því fram að jólin séu hennar hátíð og ekki annarra.

Matthías Ásgeirsson, 21.12.2008 kl. 18:53

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mig minnir að fyrsta orgelið hafi verið í Leirárkirkju á 18. öld og mun enginn hafa kunnað að spila á það og grotnaði það því niður. Af hverju ertu að hlægja? Er vitnisburður þinn um kristilega tónlistararfleyfð hér setningin "hver með sínu nefi" í sálmabókunum?  

Það má vel vera að stórvirki hafi verið unnin í tónlist fyrir kaþólikkana, enda höfðu þeir efni á slíku. Lúterskan bætti síður en svo við þá arfleyfð. Nú vil ég vita af hverju þú hlærð, áður en ég ræði þetta lengra.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 18:59

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ættir svo að vísa í greinar eins og þessa á Vantrú og svara henni beint í stað þess að fullyrða almennt um einhvern illvilja fólks.  Þú talar í hálfkveðnum vísum eins og kerlingin fjórdrepna í einlægum ásetningi þínum að búa þér til píslir, eins og þú ert nánast orðinn þekktur fyrir.

Mér hverfur seint úr minni fórnarlambaviðtalið þitt í sjónvarpinu hér um árið. Það er með því aumara, sem ég hef séð frá prestum þessa lands.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 19:03

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svo vonandi að þú túlkir þessi skrif mín ekki sem árásir og gerir þér át úr þeim í píslarvættisviðleitninni. Þau eru ekki meint sem slík, heldur krafa um sanngirni. Ég hef afar lágan bullshitþröskuld og vona að þú fyrirgefir mér þann veikleika.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 19:06

15 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þorkell máni Þorsteinsson var lögsögumaður árin 970 – 984, var sonur Þorsteins Ingólfssonar sem var sonur landnámshjónana Ingólfs Arnarssonar og Hallveigar Fróðardóttur en Þorkell máni, sem var heiðinn maður, þótti svo hreinn í hugsunum, orðum og athöfnum sem þeir kristnir menn, er best eru siðaðir. Á banastund sinni lét hann bera sig út í sólskinið og fól önd sína þeim guði er sólina skóp.

 

"jóla"kveðjur, Baldur í Stokkhólmi

Baldur Gautur Baldursson, 22.12.2008 kl. 21:51

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alltaf sami bunugangurinn á "Vestfirska vísinum" JSR í sinni eiflífðarviðleitni að upphefja- og auglýsa sjálfan sig! En eins og venjulega fellur hann flatur á nefið í forarpyttin í algleymi vaðalsins og gjaldfellir þar með annað sem kannski er alveg ágætlega fram sett og til þess fallið að ræða við hann!

Nú vill svo til, að ég á líklega enn á myndbandi þennan þátt sem JS að einvherjum undarlegum átæðum blandar inn í langlokuna með persónulegri aðdróttun og ílla dulinni lítilsvirðingu og get því fullyrt að þessi þáttur og innihald hans kom hvorki né kemur enn þeirri staðreynd að Svavar er prestur, EKKI NOKKURN SKAPAÐAN HLUT VIÐ!Tenging við þáttin því alveg út í hött í einhverju samhengi hérna við umræðuefnið.

En kveðja til þín Sr. Svavar um gleðilega hátíð og ánægjulega í öllu amstrinu sem framundan er!

Við hittumst svo snemma á nýju ári að öllu óbreyttu í komandi hjónavígslu!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.12.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband