Trunt, trunt taktkjaftur

djupalonssandur

Ég minni fólk á að í dag, 29. maí, hefst heimsmeistaramótið í taktkjafti í Berlín.

Taktkjaftur er listgrein en líka íþrótt.

Í taktkjafti framleiða menn tónlist með kjaftinum eins og nafnið gefur til kynna en styðjast að auki við innyflin í sér og andvörp.

Góðir taktkjaftar eru á við heilar hljómsveitir.

Að sjálfsögðu eru Íslendingar meðal keppenda á taktkjaftamótinu.

Bjartur frændi (eða Beatur) keppir í Advancement Class og ég sendi honum magnaða strauma yfir hafið.

Ennfremur eigum við Íslendingar glæsilegan taktkjaftaflokk í liðakeppninni.

Þess má geta að í Svarfaðardal tala menn um að stallkjafta.  Staup eru stallkjöftuð þegar þau eru tæmd í einum teyg. Stallkjöftun er því líka vandasöm íþrótt og heil listgrein þegar best lætur.

Íslenskir taktkjaftar fá baráttukveðjur frá bloggi Svavars Alfreðs.

ÁFRAM ÍSLAND!

Myndin: Taktfastar og kröftugar úthafsöldur á Snæfellsnesi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Æ, hvaða vandræði að missa af þessu móti. Ég hef stundað taktkjaft frá því ég man eftir mér.

Ómar Ragnarsson, 29.5.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband