Vanþakklætið og vantrúin

grjot

Eitt af því sem trúin getur blásið okkur í brjóst er þakklætið.

Þakklætið er einn öflugasti óvinur neysluhyggjunnar.

Það er sama hversu mikið af peningum þú kemst yfir, ef þú kannt ekki að þakka þá sem þú átt verður þú alltaf fátækur. Það er sama hversu mikið þú borðar, ef þú sérð aldrei ástæðu til að vera þakklátur fyrir matinn verður þú sísvangur. Og það er sama hversu frábær þú ert í alla staði, ef þú þakkar ekki fyrir það sem þér er gefið verður þú alltaf lúser.

Nú á dögum telst fátt þakkarvert. Það er púkó að þakka það sem við höfum. Það er asnalegt að vera auðmjúkur. Það er á hinn bóginn kúl að sætta sig ekki við það sem maður hefur ekki. Það er flott að vera með uppsteit og vesen.

Við eigum ekki að hugsa um fiskana sem komu í netið. Við skulum frekar ergja okkur yfir fiskunum sem fá að synda óáreittir um í sjónum.

Við skulum ekki hugsa um daginn í dag. Höfum frekar sverar áhyggjur af morgundeginum.

Í kreppunni berja allir lóminn og eiga voða bágt. 

Og verða þannig ákjósanleg skotmörk fyrir þá sem bera ábyrgð á kreppunni.

Vanþakklætið og vantrúin hneppa okkur í fjötra neysluþrælkunarinnar.

Þetta fjörugrjót í Hvalvatnsfirði bendir á snilld Skaparans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjum þakkar þú fyrir mánaðarlaunin þín? Guði eða mér sem þarf að borga þau?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 00:41

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Eitt af því sem trúin getur blásið okkur í brjóst er þakklætið.
Aumur er sá sem þarf trú til að vera þakklátur.

Matthías Ásgeirsson, 28.5.2009 kl. 08:39

3 identicon

Hvaða þakklæti ertu að tala um, ertu að meina að ef ég fæ að borða að þá eigi ég að þakka galdrakarlinum þínum?

So guð þinn er almáttugur, alvitur... hann veit allt, hvað byrjaði hann á að gera við okkur samkvæmt bókinni?
Jú hann varar við epli þekkingar, hann veit að aðvörun hans mun ekki virka, samt gerir hann þetta svona.. .guð er allstaðar en samt lét hann Evu taka eplið og svo gæddu þau sér á því.
Guð vissi þetta allt fyrirfram, samt gerði hann ekkert til að stoppa þetta af... við erum að tala um að Adam & Eva vissu ekki muninn á góðu og illu, þau voru algerir sakleysingjar, svona eins og lítil börn... samt stoppaði guð þetta ekki af....
Verum þakklát og þökkum fyrir að þetta er allt lygi

DoctorE (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 08:51

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þessi sönnu orð Svavar. þakklæti, kærleikur og auðmýkt eru sterkustu vopnin gegn ósanngirni  og gerir mann að sigurvegara frekar en vanþakklæti hatur og hroki.

það er trú á það góða sem gerir góða hluti, hverju nafni sem trúflokkar nefnast. En það er mjög ervitt að temja sér tessi góðu gildi  þegar ósanngirni er að kaffæra allt.

Ég trúi á það góða fyrir mig, en ekki trúarflokka og kem sterkari út fyrir bragðið til að takast á við lífið og ósanngirnina

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.5.2009 kl. 10:59

5 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

9Jesús sagði líka dæmisögu þessa við nokkra þá er treystu því að sjálfir væru þeir réttlátir en fyrirlitu aðra: 10„Tveir menn fóru upp í helgidóminn að biðjast fyrir. Annar var farísei, hinn tollheimtumaður.
11Faríseinn sté fram og baðst þannig fyrir: Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. 12Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu sem ég eignast.
13En tollheimtumaðurinn stóð langt frá og vildi ekki einu sinni hefja augu sín til himins heldur barði sér á brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur! 14Ég segi yður: Tollheimtumaðurinn fór heim til sín sáttur við Guð,[1]

Orðrétt: fór réttlættur heim til sín.
hinn ekki, því að hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“

Hólmfríður Pétursdóttir, 28.5.2009 kl. 11:17

6 identicon

Sæll Svavar

Vegna þess sem þú hefur verið að skrifa undanfarna daga um trúleysi langar mig að benda þér á að benda þér á bókina Society without God: What the Least Religious Nations Can Tell Us About Contentment eftir bandaríska félagsfræðinginn philip zuckerman. Skoðanir þínar endurspegla þá trú margra Bandaríkjamanna að ekki sé hægt að vera "góður" án þess að trúa. Þegar horft er til USA þá er þversögnin í þessari skoðun augljós. Þar eru áhrif trúar yfirgnæfandi í samanburði bið Evrópu. Þrátt fyrir það er neysluhyggja er hvergi meiri, sama á við um einstaklingshyggju, rúmlega 50 milljónir eru án sjúkratrygginga (eins og 50 þúsund Íslendingar), hvergi í heiminum er fleiri fangar miðað við höfðatölu. Svona gæti ég haldið áfram. Bendi að lokum á viðtal við Zukerman sem birtist í danska sjónvarpinu (viðtalið er á ensku):

http://www.youtube.com/watch?v=n9vc7v7em_4 

Kv.

Steindór

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 12:00

7 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Ótrúlega hrokafullt að segja að "vantrú" eða trúleysi af einhverju tagi hneppi einhvern í neyslufjötra. Ég er ekki vanþakklátur fyrir neitt (vonandi) og það er hægt að vera þakklátur fyrir ýmislegt án þess að blanda einhverri yfirnáttúru í.

Og fyrst þú ert að dásama snilld sköpunarinnar, kíktu þá á virkni eyðniveirunnar og hversu undraskjót hún er að breiða sér út um barnslíkama.

Kristján Hrannar Pálsson, 28.5.2009 kl. 12:58

8 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Voðalegar áhyggjur hefur þú af vantrú þessa dagana, Svavar.

Þú talar ekki bara um siðlaust fólk, óþakklátt fólk eða á annan hátt ósátt lið, heldur talar þú í sífellu um vantrúaða og virðist vera að nota það hugtak sem regnhlíf yfir áðurnefnda bresti.

Er það rétt skilið hjá mér?

Eigum við sem sannarlega erum vantrúaðir þá að taka þetta til okkar, eða ertu á einhvern hátt sérstaklega að tala um þá sem sýna áðurnefnd einkenni?

Ég fæ einfaldlega ekki séð að þessi hugtök eigi sérstaklega við vantrúaða, ég þekki þá marga og þeir eru síst uppteknari af þessu öllu saman en trúaðir.

Sérstaklega dettur mér einn kunningi minn í hug sem gengur um með kross í hálsmeni og er illa við trúargagnrýn. Sá er búinn að stimpla sig vandlega í huganum sem trúaðan mann og vin kirkjunnar, en er einmitt forfallinn neysluseggur og gengur lengra en nokkur sem ég þekki í slíku.

Ég legg til að þú hættir að spyrða vantrú saman við allt sem þér þykir miður fara og komir með eitthvað uppbyggilegt í staðinn. Slíkt held ég hljóti að vera mun kristilegra en þessir sleggjudómar sem þú ert að leggja stund á, þeas. ef ég skil þig rétt.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 28.5.2009 kl. 13:44

9 identicon

Ég er algerlega trúlaus með öllu... ég er ekki í neinum neyslufjötrum... ég er á 10 ára gömlum bíl, ég keypti mér flatsjónvarp fyrir 1 ári og borgaði cash.
Ég er ekki með yfirdrátt eða nokkuð slíkt.

Og hey... blessuð dýrin sem hafa minna vit en við, þau þekkja muninn á góðu og illu, ekki halda þau að guð sé að fylgjast með þeim og pynti þau í helvíti ef þau gera ekki eins og biblía segir
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/886105/

Þið eruð með falskt siðgæði og cherry picking

DoctorE (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 14:26

10 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þakka þér áminninguna, Hólmfríður.

Þegar ég tala um að vantrúin og vanþakklætið hneppi okkur í fjötra neysluþrælkunarinnar verður að undirstrika að þar er sá meðtalinn sem skrifar.

Vantrú og trúleysi eru heldur engin einkaeign einhverra sérhópa í samfélaginu. Allir trúaðir menn takast á við vantrú og hafa þurft að glíma við trúleysi. Meira að segja lærisveinarnir voru skammaðir fyrir trúleysi. Sumarið 2007 bloggaði ég um þetta. Þú getur lesið það hérna.

Ég bendi líka á færslu eftir mig undir yfirskriftinni Við erum öll hræsnarar

Meira um afstöðu mína til trúar og trúleysis má svo lesa hérna.

Svavar Alfreð Jónsson, 28.5.2009 kl. 14:48

11 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Er ekki vantrú trú?
Er það ekki trú að trúa ekki?
Má ekki kalla trú hvaða nafni sem er?
Mér hefur alltaf fundist vantrúaðir trúaðir.
Það þarf ekkert að vera Guð til að trúa að mínu mati.
Trúa vantrúa því að það sé ekkert æðra?
Engir "góðir straumar" "fólk sem vakir yfir okkur" eða slíkt?
Ég spyr alveg án sleggjudóma trúar eða vantrúar.

Freyr Hólm Ketilsson, 28.5.2009 kl. 15:45

12 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Er ekki vantrú trú?

Nei.

Er það ekki trú að trúa ekki?

Nei.  Það er ekki trú.

Má ekki kalla trú hvaða nafni sem er?

Þá er "trú" merkingarlaust.

Mér hefur alltaf fundist vantrúaðir trúaðir.

Hefurðu eitthvað pælt í þessu? Rætt við vantrúaða eða lesið bækur eftir þá?

Það þarf ekkert að vera Guð til að trúa að mínu mati.

Alveg rétt.

Trúa vantrúa því að það sé ekkert æðra?

Vantrúaðir trúa ekki á neitt yfirnáttúrulegt.

Engir "góðir straumar" "fólk sem vakir yfir okkur" eða slíkt?

Ekki ef þú átt við það í yfirnáttúrulegri merkingu.  Ég trúi því að fólk geti haft jákvæðar hugsanir og að lifandi fólk geti hugsað um okkur.

Ég spyr alveg án sleggjudóma trúar eða vantrúar.

Vonandi lestu svörin einnig án sleggjudóma.

Matthías Ásgeirsson, 28.5.2009 kl. 16:00

13 identicon

Svavar, skilningur þinn á eigingirni og örlæti mannsins virðist vera í litlu samræmi við það nýjasta sem rannsóknir hafa leitt í ljós. Er það kannski af því að þú einblínir um of á hátt í 2000 ára gamla bók. Svissneski tilraunahagfræðingurinn Ernst Fehr hefur undanfarin ár verið í farabroddi byltingarkenndra rannsókna á eðli mannsins. Á heimasíðu Fehrs er hægt að nálgast allar helstu greinar hans (hann birtir m.a. í frægum vísindatímaritum eins og Nature og Science).

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 16:26

14 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Og hver er svo skilningur minn á eigingirni og örlæti mannsins, Steindór?

Svavar Alfreð Jónsson, 28.5.2009 kl. 18:05

15 identicon

Ef eitthvað er að marka skrif þín um trúleysi þá þau einkennast af illa rökstuddum yfirlýsingum sem eru í litlu samræmi við það sem rannsókir hafa leitt í ljós um mannlegt eðli. Í þessu sambandi bendi ég þér á tvær blaðagreinar eftir mig þar sem ég gagrýni m.a. biskupinn (I, II). Ég skal eiga við þig samræður um þetta efni þegar þú ert búinn að lesa eitthvað eftir Fehr og félaga. Einnig hvet ég þig til þess að lesa bókina The Lucifer Effect: Understanding How Good People Turn Evil (2008) eftir Philip Zimbardo; The Company of Strangers: A Natural History of Economic Life (2004) eftir Paul Seabright; Primates and Philosophers: How Morality Evolved (2006) eftir Frans De Waal.

 Að lokum lagar mig að benda þér á frábært ritgerðasafn sem Cambridge University Press gaf út um trúleysi árið 2007: The Cambridge Companion to Atheism

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 20:11

16 identicon

Skilningurinn trúaðra er sá að þeir treysta ekki sjálfum sér að stilla sér í hóf ef þeir telja að guð sé ekki að fylgjast með þeim.
Þetta er lýsing á þeirra eigin hugarástandi, sem samkvæmt þessu er á afar hálum ís.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband