Sæl og blessuð!

DSC_0001

Íslenskan á fallegar kveðjur. Þegar við heilsumst og kveðjumst óskum við hvert öðru sælu og blessunar.

Einhvern tímann las ég lærða grein um málform á heilsum og kveðjum. Þegar við segjum "blessaður!" við einhvern erum við að gera meira en að óska honum blessunar.

Málform kveðjunnar er hálfmagískt. Það er eins og blessunin sé á einhvern hátt fólgin í kveðjunni.

Mörgum sinnum á degi hverjum blessum við annað fólk eða fáum blessun þess en hugsum sjaldnast út í það.

Við látum ekki nægja að skiptast á blessandi orðum heldur notum við ákveðna líkamsparta til að miðla blessuninni. Við lyftum höndum og sýnum opna lófa. Eða nuddum saman lófum í handtökum.

Það er engin tilviljun. Í sögu trúarbragðanna henta opnir lófar vel til að gefa frá sér lífgefandi orku og til að taka við henni.

Blessunin á sér margar uppsprettur. Nú þegar er hásumar finnum við vel kraftinn sem til okkar streymir úr umhverfi okkar. Hrein, óspjölluð og fögur náttúra hefur blessandi áhrif á okkur. Það eru mikil lífsgæði að geta notið slíks.

Guð blessi ykkur öll!

Myndin: Undanfarnar vikur hef ég haft þetta tré fyrir augunum. Það hefur alveg ótrúlegan karakter.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessadur!

Christer Hummelstedt (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 21:56

2 Smámynd: Sigurjón

Heill og sæll Svavar.

Ég heyrði það í pistli í útvarpinu eitt sinn að kveðjan ,,blessaður", þýddi í raun ekkert annað en ,,bölvaður".  Að orðmyndin hafi upphaflega verið á þá leið að verið sé að bölva viðkomandi viðmælanda.  Það væri enda skrýtið að leikmenn væru að blessa hvern annan, þar sem þeir einu sem eru færir um það séu kirkjunnar menn.

Hins vegar tel ég ekki að meiningin sé sú að verið sé að bölva viðkomandi, frekar að þetta sé kveðja í anda sæluóska.

Vertu svo blessaður Svavar og eigðu góðar stundir!

Sigurjón, 21.6.2009 kl. 02:06

3 Smámynd: Egill

æðisleg mynd.

verst með þessar kveðjur og hvernig við höfum blandað trú inní þetta, helst vel ég halló.

en ef kristnin hefur gefur okkur eitthvað nothæft þá eru það blótsyrðin, "helvítis,andskotans, djöfulsins, fjárans" og svo framvegis :D

Egill, 21.6.2009 kl. 02:43

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Góðan og Blessaðan dag Svavar,

Hvaðan skyldi fólk hafa þá visku eð prestar séu kirkjan og enginn nema prestar geti beðið öðrum blessunar?

Svo er ég alltaf jafn undrandi á því hvað fólk er tilbúið að trúa öllu mögulegu sem það les að ég tali nú ekki um sér á netinu, en heldur svo að hugmyndir þess og takmörkuð þekking á kristni hljót að vera allt sem þarf að vita um hana og ástæðulaust að leita sér frekari þekkingar á henni.

Hólmfríður Pétursdóttir, 21.6.2009 kl. 11:48

5 identicon

Trúlausir vita flestir meira um kristni en kristnir Hólmfríður mín

DoctorE (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband